fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Úlfúð innan Þjóðkirkjunnar – Segir vígslubiskupinn í Skálholti hafa sagt ósatt fyrir dómi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. júní 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Jens Sigurþórsson, fyrrverandi sóknarrpestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, segir að Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, hafi hátt í 20 sinnum sagt ósatt við skýrslutökur Héraðsdóm Suðurlands. Þetta kemur fram í aðsendri grein Kristins í Morgunblaðinu í dag.

Kristinn fer ekki náið út í málavöxtu en segir málið snerta hann sjálfan. Kristinn var sóknarprestur í Saurbæ er þjóðkirkjan ákvað að leggja prestakallið niður. Áður hafi Jens og fjölskylda hans liðið fyrir myglu í prestbústaðnum.

Kristinn segir marga hafa orðið að líða fyrir ófagmennsku vígslubiskupsins og segir hann setja sig mjög illa inn í þau mál sem honum eru falin til úrlausnar:

„Vegna pláss­leys­is verður hér látið nægja að vísa til fjölda þeirra presta og starfs­manna, sem und­ir­rituðum er kunn­ugt um að hafi þurft að líða fyr­ir ófag­mennsku Kristjáns og óheil­indi: Tveir sam­starf­sprest­ar hans í Vest­manna­eyj­um, þrír í Skál­holti, tveir starfs­menn bisk­ups­stofu, auk koll­ega á kirkjuþingi. Hafa m.a. verið lagðar fram form­leg­ar kvart­an­ir á hend­ur hon­um. Til viðbót­ar má nefna ómál­efna­lega og mis­kunn­ar­lausa aðkomu vígslu­bisk­ups­ins að mál­um fyrr­ver­andi sókn­ar­prests í Grens­ás­kirkju, sem og að mál­um er snúa að und­ir­rituðum og hef­ur að hluta verið stefnt fyr­ir dóm­stóla. Munu þau fá um­fjöll­un síðar, en að þessu sinni verður látið nægja að taka fram að við skýrslu­töku fyr­ir Héraðsdómi Suður­lands hinn 18. mars 2021 sagði vígslu­bisk­up­inn ósatt hátt í 20 sinn­um. Er um mjög al­var­legt brot að ræða. Einnig kom fram með mjög skýr­um hætti við skýrslu­tök­una hve illa vígslu­bisk­up set­ur sig inn í þau mál sem hon­um eru fal­in til úr­lausn­ar, en hon­um hafði verið fengið umboð bæði bisk­ups Íslands og kirkjuráðs til að fjalla um djúp­stæð ágrein­ings­mál. Hef­ur fram­ganga vígslu­bisk­ups haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir und­ir­ritaðan. Eft­ir­far­andi til­vitn­un í skýrsl­una und­ir­strik­ar hvernig Kristján Björns­son hef­ur rækt skyld­ur sín­ar, en hér er að finna hans eig­in orð:

„Lögmaður und­ir­ritaðs: Hversu vel þekkt­ir þú til ágrein­ings­efna á þess­um tíma, þegar þú færð þetta umboð?

Kristján Björns­son: Ekki mjög mikið annað en bara það sem ég hafði frétt svona út und­an mér og varðar ekki þetta tíma­bil.

Lögmaður und­ir­ritaðs: Þú hafðir sem sagt ekk­ert kynnt þér það neitt sér­stak­lega hvernig staðan á þess­um mál­um var eða neitt slíkt?

Kristján Björns­son: Ja, við skul­um bara … Nei ég hafði ekki kynnt mér það neitt. Ég hafði ekki farið neitt ofan í nein gögn um það …““

Kristinn segir ennfremur að Kristján hafi aðeins fengið 18 tilnefningar af þeim 67 sem tóku þátt í tilnefningu til vígslubiskupskjörs:

„Hefði við venju­leg­ar kring­um­stæður mátt ætla að sitj­andi bisk­up nyti mun meira trausts. Niðurstaðan verður enn ein­kenni­legri þegar horft er til þess að hverj­um og ein­um sem til­nefn­ir er heim­ilt að til­greina allt að þrjú bisk­ups­efni, en ætla má að til­nefn­ing­ar hafi verið um 200 tals­ins. Vígslu­bisk­up komst hins veg­ar ekki á blað hjá 49 manns eða u.þ.b. 73% þeirra sem til­nefndu. Verður að telja aug­ljóst að þeir vilji alls ekki að Kristján Björns­son verði áfram í Skál­holti. Er það eitt og sér at­hygl­is­vert og ætti að vekja kjör­menn stift­is­ins til ræki­legr­ar um­hugs­un­ar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði“

„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði“
Fréttir
Í gær

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir síðasta verkfall flugumferðarstjóra hafa kostað Icelandair 700 milljónir króna

Segir síðasta verkfall flugumferðarstjóra hafa kostað Icelandair 700 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þroskaþjálfa á Sólheimum sagt fyrirvaralaust upp störfum – „Bara refsing fyrir að tjá sig“

Þroskaþjálfa á Sólheimum sagt fyrirvaralaust upp störfum – „Bara refsing fyrir að tjá sig“