fbpx
Sunnudagur 01.október 2023
Fréttir

Tinder-nauðgarinn Allen dæmdur í þriggja ára fangelsi – „I think I killed her“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. júní 2023 13:40

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. júní fann Héraðsdómur Reykjavíkur erlendan mann að nafni Demetrius Allen sekan um nauðgun og dæmdi hann í þriggja ára fangelsi. Brotið var framið hér á landi að kvöldi nýársdags síðastliðins.

Ákæran í málinu hljóðar svo:

„…nauðgun, með því að hafa að kvöldi sunnudagsins 1. janúar 2023, í kyrrstæðri bifreið við bensínstöð B við […] í Reykjavík, án samþykkis og með ofbeldi og ólögmætri
nauðung, haft samræði og önnur kynferðismök við A, kt. […], en ákærði þvingaði hana til að hafa við sig munnmök með því að ýta höfði hennar ítrekað niður að getnaðarlim sínum og skeytti því engu þótt hún berðist á móti, segði honum að hætta og kastaði upp. Ákærði hafði í kjölfarið við hana samfarir með því að notfæra sér að hún var illa áttuð og gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa kannabisefna og skeytti því engu þótt hún héldi áfram að kasta upp.

Telst þetta varða við 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls
sakarkostnaðar“

Fólkið hafði kynnst á Tinder og fljótlega fært samskipti sín yfir á Whatsapp. Kom fljótt í ljós að Allen var á leiðinni til Íslands og dvaldist hann í tvo sólarhringa hjá konunni. Þau höfðu samfarir með vilja beggja í eitt skipti. Konan sagði fyrir dómi að Allen hefði komið vel fyrir og verið góður við börn hennar tvö. Allt þetta breyttist í skelfingu að kvöldi nýársdags 2023. Naugðunin átti sér stað í bíl konunnar en þau höfðu farið út í bíl til að reykja saman kannabis þar sem þau vildu ekki gera það á heimilinu innan um börnin. Neyddi hann konuna til munnmaka en hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna kannabisáhrifa. Kastaði hún upp í bílnum á meðan nauðguninni stóð. Hann nauðgaði henni síðan í leggöng á hlið og lét höfuð hennar hanga út um bíldyrnar. Á meðan nauðguninni stóð lét hann ýmsar athugasemdir falla, t.d. þessa: „Take this daddy´s dick!“ – Eftir nauðgunina heyrði konan hann hringja í vin sinn og segja: „I think I killed her!“

Konan leitaði til neyðarmóttöku og kærði manninn til lögreglu. Í mati sálfræðings kemur fram að hún þjáist af áfallastreituröskun í kjölfar nauðgunarinnar.

Demetrius Allen neitaði sök og sagði að kynlífið hefði verið með vilja beggja. Þá neitaði hann því að konan hefði kastað upp en rannsókn lögreglu á bílnum leiddi í ljós ummerki um uppköst. Framburður vitna, meðal annars vinar Allen, gaf til kynna að hann hefði verið mjög stressaður eftir atvikið. Hann bað vinkonu sína um að keyra sig út á flugvöll skömmu eftir glæpinn. Á leiðinni á flugvöllinn fékk hann skilaboð um að hafa samban við lögreglu. Ók hún honum þá á lögreglustöðina þar sem sem hann var handtekinn og honum tilkynnt að hann hefði verið kærður fyrir nauðgun.

Sem fyrr segir var Demetrius Allen fundinn sekur um nauðgun og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Gæsluvarðhald hans frá 3. mars kemur til frádráttar refsingunni.

Hann er jafnframt dæmdur til að greiða þolandanum tvær milljónir króna í miskabætur og háar fjárhæðir til lögmanna, m.a. tæpar fimm milljónir til skipast verjanda síns, Magnúsar Jónssonar lögmanns.

Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

GDRN, Salka Sól og DJ Dóra Júlía koma fram á góðgerðartónleikum í Sky Lagoon

GDRN, Salka Sól og DJ Dóra Júlía koma fram á góðgerðartónleikum í Sky Lagoon
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ESB íhugar að breyta reglum um ökuréttindi

ESB íhugar að breyta reglum um ökuréttindi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín óttast hljóðlausa uppreisn í stjórnkerfinu

Pútín óttast hljóðlausa uppreisn í stjórnkerfinu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Vínframleiðsla er ósjálfbær

Vínframleiðsla er ósjálfbær
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka