fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fréttir

Sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. júní 2023 17:21

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær mann í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu ára gamalli stjúpdóttur sinni. Manninum var gefið að sök að hafa stungið fingri inn í leggöng og endaþarm stúlkunnar í nóvember árið 2020 er þau voru að horfa saman á sjónvarp.

Barnaverndarfulltrúi, sem einnig var yfirmaður mannsins á öðrum vettvangi, tilkynnti brotið til lögreglu en sagt er frá því í texta dóms héraðsdóms með eftirfarandi orðum:

„Samkvæmt frumskýrslu lögreglu frá 10. nóvember 2020 hafði barnaverndarfulltrúi í […] samband við lögreglu vegna þess að hann hafði áhyggjur af starfsmanni sínum sem væri sakaður um kynferðisbrot gegn dóttur sinni en um var að ræða ákærða í máli þessu. Barnaverndarfulltrúinn, sem þekkti ákærða, hafði áhyggjur af honum þar sem málið hvíldi þungt á honum og hann hafi nefnt að binda enda á líf sitt. Þá hafði málið ekki verið tilkynnt til lögreglu og var því rannsóknarlögreglumanni gert viðvart um málið. Haft var samband við ákærða símleiðis og var hann þá heima hjá móður sinni. Rannsóknarlögreglumaður óskaði eftir því að ákærði yrði handtekinn og var það gert á Suðurnesjum og hann fluttur á lögreglustöðina við [ … ]. Rannsóknarlögreglumenn fóru að […] þar sem brotið átti að hafa átt sér stað.“

Stúlkan tilkynnti brotið fyrst til móður sinnar og ömmu. Maðurinn játaði hvorki né neitaði brotinu í yfirheyrslum lögreglu og fyrir dómi og bar við minnisleysi vegna áfengisneyslu. Hafi hann átt við áfengisvanda að stríða á þessum tíma en hafi farið í áfengismeðferð eftir atvikið og ekki neytt áfengis síðan. Svo virðist sem stjúpdóttirin, brotaþolinn, og bróðir hennar, hafi búið lengi með hinum ákærða eftir brotið, hann og móðirin búa enn saman, en frá síðustu áramótum hafa börnin verið í fóstri hjá foreldrum móður barnanna.

Maðurinn sagði með ólíkindum ef barnið hefði logið þessum ásökunum en hann ræki ekki minni til þess að hafa framið brotið. Í niðurstöðukafla dómsins segir:

„Tveimur dögum eftir atvikið þegar móðuramma brotaþola var á heimili hennar fannst ömmunni að brotaþola liði ekki vel og hún væri ekki eins og hún ætti að sér að vera. Brotaþoli sagði ömmu sinni frá því að hún hafi verið að horfa á sjónvarpið með ákærða og amman spurði þá brotaþola hvort ákærði hefði gert eitthvað sem hann hafi ekki átt að gera. Brotaþoli hafi þá sagt að ákærði hafi verið að snerta hana. Í skýrslutöku fyrir dómi í Barnahúsi lýsti brotaþoli því að hún og ákærði hafi setið í sófa og verið að horfa á mynd. Hún hafi verið klædd í topp og nærbuxur og hann í nærbuxur. Hann hafi allt í einu snert einkastaðinn hennar þ.e. píkuna og farið með einn putta inn í píkuna og það hafi verið vont. Brotaþoli lýsti því einnig að ákærði hafi sett putta inn í rass brotaþola. Hún hafi ekki vitað hvað hún ætti að gera en ákærði hafi sagt henni að hún mætti ekki segja frá. Brotaþoli kvaðst hafa beðið ákærða að hætta en hann ekki gert það. Framburður brotaþola fyrir dómi var skýr og afdráttarlaus. Framburðurinn fær stoð í því sem brotaþoli hafði lýst fyrir ömmu sinni tveimur dögum eftir atvikið, sbr. framanritað. Brotaþoli var rúmlega níu ára þegar atvikið varð og ekkert bendir til þess að hún hafi upplifað eitthvað áður en það varð sem geti hafi orðið til þess að brotaþoli skýrði frá eins og hún gerði. Þá er heldur ekkert fram komið í málinu sem bendir til þess að brotaþoli hafi haft ástæðu til að skýra frá eins og hún gerði nema hún hafi upplifað það eins og hún hefur lýst atvikum. Þá kom fram hjá brotaþola að ákærði hafi sagt að hún mætti ekki segja frá en slíkt er algengt hjá þeim sem gerast sekir um brot af þessu tagi. Verður að telja útilokað að stúlkan hafi skýrt frá á þennan veg hafi hún ekki upplifað það sjálf. Ákærði hefur lýst því að það sé ólíklegt að brotaþoli sé að hafa rangt við. Ekkert þykir því fram komið í málinu sem gefur tilefni til að draga framburð brotaþola í efa eða kastar rýrð á hann. Framburður brotaþola er því metinn trúverðugur og er hægt að leggja hann til grundvallar þegar komist verður að niðurstöðu í málinu.“

Dómarinn byggir fyrst og fremst á trúverðugum framburði barnsins þegar hann kemst að þeirri niðurstöðu að sakfella manninn. Sem fyrr segir var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi en einnig þarf hann að greiða stúlkunni 1,2 milljónir króna í miskabætur.

Dóminn má lesa hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars
Fréttir
Í gær

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Í gær

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“
Fréttir
Í gær

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vínframleiðsla er ósjálfbær

Vínframleiðsla er ósjálfbær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“