fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Segir fálkaorðuna ekki til sölu

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 30. júní 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV fjallaði í gær um mynd af fálkaorðu sem Vilhjálmur Svan Jóhannsson setti inn á Facebook-hópinn Grams og gæðadót til sölu og óskast með orðunum „Kolaportinu allar helgar.“ Vilhjálmur sagði ekki berum orðum í færslunni að orðan væri til sölu en það virtist óneitanlega erfitt að draga ekki þá ályktun að hún væri til sölu.

Sjá einnig: Fálkaorða auglýst til sölu á Facebook

Vilhjálmur hefur nú svarað skilaboðum fréttamanns DV sem spurði hann m.a. hvaðan hann fékk orðuna og á hvaða upphæð hann hafði hugsað sér að selja hana. Vilhjálmur segir að myndin hafi einungis verið notuð sem auglýsing til að laða að viðskiptavini en hann hafi ekki verið að auglýsa orðuna til sölu. Hann segir að þótt hann setji slíka mynd inn á hóp eins og Grams og gæðadót til sölu og óskast þýði það ekki endilega að viðkomandi hlutur sé til sölu.

Vilhjálmur bendir réttilega á að nóg sé til af fálkaorðum en eins og var t.d. rifjað upp í frétt DV í gær kom upp mál árið 2007 þar sem kanadískur safnari auglýsti fálkaorðu til sölu en í fréttum á þeim tíma kom fram að safnarinn hefði níu fálkaorður í sinni vörslu. Síðan 2007 hafa komið upp fleiri mál þar sem fálkaorður hafa verið auglýstar til sölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“
Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum