fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Eitt atriði í „Höll Pútíns“ vekur mikla athygli – Flóttaleið eða öryggi?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. júní 2023 04:21

Þetta er ekkert hreysi. Mynd:AFP PHOTO / Alexey Navalny Youtube Channel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

18.000 fermetra höll við Svartahafið með eigin kirkju, íshokkívelli neðanjarðar og einkaleikhúsi, sem snýr út að hafinu. Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur þvertekið fyrir að tengjast þessari höll á nokkurn hátt en verðmæti hennar er sagt vera sem nemur um 160 milljörðum íslenskra króna ef miða má við það sem kemur fram í heimildarmyndinni „Höll Pútíns“ sem stjórnarandstæðingurinn Aleksei Navalny gerði 2021.

Það hefur ekki dregið úr vangaveltum fólks um höllina að flugbann hefur verið sett í lofthelginni fyrir ofan hana. Business Insider segir að að neðanjarðargöng hafi verið gerð undir og við höllina.

Mikil leynd og dulúð hefur einkennt höllina en svo undarlegt sem það er þá eru teikningar af henni aðgengilegar á netinu.

Business Insider segir að hægt sé að sjá teikningarnar hjá Metro Style, rússnesku verktakafyrirtæki sem hefur lagt upp laupana, og á þeim sjáist að undir höllinni eru tvenn aðskilin göng sem tengjast með lyftu.

Á teikningunum sést að göngin eru umlukin þykkri steypu og að í þeim séu vatnsleiðslur, loftræsting og rafleiðslur auk ljósa og ýmissa leiðsla sem eru nauðsynlegar til starfrækslu stjórnstöðvar.

Allur þessi búnaður gerir að verkum að það er hægt að hafast við í göngunum dögum saman og jafnvel vikum saman.

Michael C. Kimmage, sem starfaði áður hjá bandarískum yfirvöldum að málefnum Rússlands og Úkraínu, sagði að þetta segi ákveðna sögu um hræðslu Pútíns. „Pútín er töluvert hræddur við að vera ekki löglegur leiðtogi Rússlands. Hann veit að völd hans geta ekki byggst á kosningum og því reynir hann að hámarka öryggi sitt með vel vörðu húsnæði,“ sagði Kimmage.

Ef flýja þarf frá höllinni þá liggja göngin beint niður að Svartahafinu þar sem er hægt að hafa farartæki tilbúin til brottflutnings.

Gögnin eru annars vegar 40 metra löng og hins vegar 60 metra löng. Bæði eru þau sex metrar á breidd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“