fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Eitt atriði í „Höll Pútíns“ vekur mikla athygli – Flóttaleið eða öryggi?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. júní 2023 04:21

Þetta er ekkert hreysi. Mynd:AFP PHOTO / Alexey Navalny Youtube Channel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

18.000 fermetra höll við Svartahafið með eigin kirkju, íshokkívelli neðanjarðar og einkaleikhúsi, sem snýr út að hafinu. Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur þvertekið fyrir að tengjast þessari höll á nokkurn hátt en verðmæti hennar er sagt vera sem nemur um 160 milljörðum íslenskra króna ef miða má við það sem kemur fram í heimildarmyndinni „Höll Pútíns“ sem stjórnarandstæðingurinn Aleksei Navalny gerði 2021.

Það hefur ekki dregið úr vangaveltum fólks um höllina að flugbann hefur verið sett í lofthelginni fyrir ofan hana. Business Insider segir að að neðanjarðargöng hafi verið gerð undir og við höllina.

Mikil leynd og dulúð hefur einkennt höllina en svo undarlegt sem það er þá eru teikningar af henni aðgengilegar á netinu.

Business Insider segir að hægt sé að sjá teikningarnar hjá Metro Style, rússnesku verktakafyrirtæki sem hefur lagt upp laupana, og á þeim sjáist að undir höllinni eru tvenn aðskilin göng sem tengjast með lyftu.

Á teikningunum sést að göngin eru umlukin þykkri steypu og að í þeim séu vatnsleiðslur, loftræsting og rafleiðslur auk ljósa og ýmissa leiðsla sem eru nauðsynlegar til starfrækslu stjórnstöðvar.

Allur þessi búnaður gerir að verkum að það er hægt að hafast við í göngunum dögum saman og jafnvel vikum saman.

Michael C. Kimmage, sem starfaði áður hjá bandarískum yfirvöldum að málefnum Rússlands og Úkraínu, sagði að þetta segi ákveðna sögu um hræðslu Pútíns. „Pútín er töluvert hræddur við að vera ekki löglegur leiðtogi Rússlands. Hann veit að völd hans geta ekki byggst á kosningum og því reynir hann að hámarka öryggi sitt með vel vörðu húsnæði,“ sagði Kimmage.

Ef flýja þarf frá höllinni þá liggja göngin beint niður að Svartahafinu þar sem er hægt að hafa farartæki tilbúin til brottflutnings.

Gögnin eru annars vegar 40 metra löng og hins vegar 60 metra löng. Bæði eru þau sex metrar á breidd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi