fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fréttir

Yfirmaður bandaríska heraflans segir að F-16 verði ekki „töfravopn“ fyrir Úkraínu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. maí 2023 04:15

Mark Milley. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir skömmu létu bandarísk stjórnvöld undan þrýstingi og heimiluðu að Úkraínumenn fái F-16 orustuþotur til að nota í stríðinu gegn rússneska innrásarliðinu. . Þeir höfðu lengi biðlað til Vesturlanda um að fá orustuþotur en það var ekki fyrr en nýlega sem orðið var við þessum óskum þeirra.

Nokkur Evrópuríki hafa boðist til að sjá um þjálfun úkraínskra flugmanna á þessa tegund véla. Margir binda miklar vonir við að vélarnar muni koma að mjög góðu gagni við að hrekja rússneska innrásarliðið frá Úkraínu.

En Mark Milley, hershöfðingi og æðsti yfirmaður bandaríska hersins, sagði nýlega á fréttamannafundi í Pentagon að þrátt fyrir að nú megi gefa Úkraínu F-16 vélar þá verði þær ekki „töfravopn“ fyrir úkraínska herinn.

„Rússar eiga 1.000 orustuþotur af fjórðu og fimmtu kynslóð og ef þú vilt etja kappi við þá í lofti þá hefurðu þörf fyrir töluverðan fjölda fjórðu og fimmtu kynslóðar orustuþota,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að stuðningur Vesturlanda við Úkraínu til að styrkja varnir gegn rússneskum flugskeytum og orustuþotum hafi verið besta lausnin til þessa. Hann sagði að bandarísk stjórnvöld styðji þó heilshugar þau NATO-ríki sem ætla að annast þjálfun úkraínsku flugmannanna og hugsanlega gefa Úkraínu F-16 vélar.

Hann útskýrði síðan af hverju Bandaríkjamenn hefðu beðið svo lengi með að gefa grænt ljós á að Úkraínumenn fengju F-16 vélar.  Ástæðan er fjárhagslegs eðlis. „Ef við horfum á F-16 vélarnar þá kosta 10 slíkar einn milljarð dollara og viðhald þeirra kostar einn milljarð til viðbótar, svo við tölum um tvo milljarða dollara fyrir 10 vélar,“ sagði hann.

Hann sagði að ef Úkraínumenn hefðu fengið F-16 fyrr hefði það tekið stóran hluta af fjármögnun annars útbúnaðar sem þeir hafa fengið, til dæmis skotfæra, flugskeyta, loftvarnarkerfa, brynvarinna ökutækja og skriðdreka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Kamala Harris í vanda

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars
Fréttir
Í gær

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Í gær

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“
Fréttir
Í gær

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vínframleiðsla er ósjálfbær

Vínframleiðsla er ósjálfbær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“