fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Telur bongóblíðu vera á næsta leiti og 28. maí sé lykildagurinn – „Við gætum átt mjög flotta og gleðilega sumardaga framundan“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. maí 2023 17:00

Mohammed Emin Kizilkaya

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðuráhugamaðurinn Mohammed Emin Kizilkaya er bjartsýnn um að Íslendingar fái brátt að upplifa bongóblíðu eftir rysjótta tíð undanfarið. Telur Muhammed að allt bendi til að algjör umskipti verði á veðrinu á tímabilinu 28. maí til 1. júní og geti landsmenn búist við því að hitinn fari yfir 20 gráður víða um land og sú blíða geti varað um nokkur skeið.

Muhammed, sem er fæddur í Danmörku og er af kúrdísku/tyrknesku bergi brotinn, er ástríðufullur áhugamaður um veðurfræði. Sem barn heillaðist hann af veðrinu og lá yfir bókum og gervihnattarmyndum sem táningur. Hann en hann flutti til Íslands árið 2013 til að stunda nám í Háskóla Íslands, þó ekki veðurfræði heldur félagsfræði. Ástæðan fyrir Íslandsáhuganum var að stórum hluta vegna áhuga hans á veðrinu og á Íslandi varð hann ekki fyrir vonbrigðum. Í samtali við Fréttablaðið árið 2019 sagði Muhammed:

„Fyrir mér er Ísland veðurparadís. Ég nýt þess að vera út í roki og hríðarbyljum, helst þannig að augnbrúnirnar frjósi,“ sagði Muhammed. Þrátt fyrir að veðrið sé áhugamál þá hefur Muhammed einnig búið sér til aukavinnu úr þeim áhuga en hann rýkur út í slæmum veðrum og aflar sér tekna sem stormeltir. Hann tekur einfaldlega upp myndbönd af hamförunum sem hann svo selur um allan heim.

En þó að vonda veðrið eigi hug hans allan þá kann Muhammed líka að meta blessaða blíðuna endrum og eins. Í færslu á Facebook, sem hann gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta, segist hann hafa fylgst vel með stöðu mála undanfarna viku og að útlitið sé bjart.

Telur Muhammed allt benda til þess að mjög öflugt háþrýstikerfi sé í þróun og það gæti þýtt að sumarið skelli á milli 28. maí – 1. júní. Helstu spár séu stöðugar á þessa leið og hafi lítið breyst undanfarið.

„Sumarið skellur fyrst á Austurlandi með hitastigi sem getur náð allt að 25 gráðum á selsíus í lok maí líklega á milli 28. maí – 30. maí. Höfuðborgarsvæðið mun einnig njóta í byrjun sumars með hitastigi sem getur náð allt á bilinu 18 – 23 stiga hita.
Háþrýstikerfið verður líklega mjög stöðugt, svo við gætum átt mjög flotta og gleðilega sumardaga framundan,“ skrifar Muhammed og ljóst er að þjóðin mun bíða með öndina í hálsinum um hvort að hann verði sannspár.

Hér má sjá færslu Muhammed:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“