fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Orkureiturinn fyrsta BREEAM vottaða hverfið í Reykjavík

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 17. maí 2023 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipulag Orkureitsins hefur hlotið BREEAM Communities vottun með framúrskarandi einkunn (Excellent). SAFÍR byggingar, sem keypti byggingarheimildir á reitnum 2022, byggir nú 440 íbúðir og um 2 þúsund m2 atvinnuhúsnæðis á reitnum. Orkureiturinn er skipulagður og hannaður með sjálfbærni og vistvæn sjónarmið að leiðarljósi og er fyrsta BREEAM vottaða hverfið í Reykjavík. BREEAM Communities er alþjóðlega viðurkenndur breskur vistvottunarstaðall fyrir skipulagsgerð, þar sem þriðji aðili vottar skipulagið með tilliti til umhverfislegra, félagslegra og efnahagslegra gæða, eins og segir í tilkynningu.Skipulag reitsins gerir ráð fyrir skjólgóðum inngörðum sem eru að hluta til opnir og vel tengdir aðliggjandi svæðum. Borgarlínustöð er áformuð framan við lóðina við Suðurlandsbraut og góðir göngu- og hjólastígar tengjast skipulagsvæðinu. Hugað hefur verið að aðlögun að loftslagsbreytingum og mikið er lagt upp úr gæðum opinna svæða, til dæmis með blágrænum innviðum, endurnýtingu byggingarefna og góðri lýsingu. Loftræstisamstæða verður fyrir hverja íbúð sem tryggir bætt loftgæði og endurnýtingu varma. Iðnaðarhúsnæði að Ármúla 31 og bakhús á miðri lóðinni munu víkja fyrir 3-6 hæða byggingum í borgarmiðuðu skipulagi. Gamla Rafmagnsveituhúsið verður endurnýjað og heldur sínum virðingarsess á lóðinni.„Vottunin er gæðastimpill á skipulagið, byggðina og ekki síst það samfélag sem mun verða til á Orkureitnum. Við erum afar stolt af því að hafa hlotið framúrskarandi einkunn frá BREEAM og hlökkum til að kynna nánar fyrir verðandi íbúum með hvaða hætti slík vottun getur haft jákvæð áhrif á lífsgæði og daglegt líf íbúa,“ segir Hilmar Ágústsson, framkvæmdastjóri SAFÍR bygginga ehf, sem er framkvæmdaaðili uppbyggingar á Orkureitnum.Gert ráð fyrir að fyrstu íbúar flytji inn 2024SAFÍR byggingar ehf. hefur þegar hafið framkvæmdir við fyrsta áfanga svæðisins og gert er ráð fyrir að fyrstu íbúar flytji inn á Orkureitinn haustið 2024. Reitir fasteignafélag, eigandi gamla Rafmagnsveituhússins og fyrrum eigandi reitsins, sá um öflun vottunarinnar og skipulag svæðisins á árunum 2018-2022 í samvinnu við skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Skipulagshöfundar eru Alark arkitektar. VSÓ ráðgjöf sá um verkefnastjórnun, verkfræðihönnun, byggðatækni og umhverfismál. Landslag sér um landslagshönnun og ráðgjöf því tengdu á skipulagsstigi. Mannvit er úttektaraðili vegna BREEAM Communities vottunarinnar. Einnig kom Náttúrufræðistofa Kópavogs og Efla að vinnu varðandi skipulagið og BREEAM vottuninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“