fbpx
Sunnudagur 28.maí 2023
Fréttir

Starfsmaður á Reykjum rekinn eftir að hann kenndi börnum að vinna sér mein – „Þetta er mikill harmleikur“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. mars 2023 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmanni í skólabúðunum á Reykjum hefur verið sagt upp störfum í kjölfar atviks sem átti sér stað í kennslustund. Frá þessu greinir Vísir

Hefur fréttastofa Vísis heimildir fyrir því að í kennslustundinni hafi börnum verið kennt að vinna sér mein og lýst svo hvernig tilfinning fylgi því að deyja. Eins hafi verið fjallað um valdaójafnvægi milli kynjanna og sagði kennarinn að tími væri kominn til að leiðrétta það og ættu stúlkurnar í kennslustundinni að ráðast á drengina.

Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður skólabúðanna sem eru reknar af Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) sagði í samtali við Vísi að atvikið hafi átt sér stað í síðustu viku, en umræddur starfsmaður hafi starfað við búðirnar síðan UMFÍ tók við rekstri þeirra síðasta haust. Sagði Sigurður að umrædd kennslustund hafi ekki verið í samræmi við kennsluáætlun búðanna. Umræddur kennari er fullorðinn karlmaður og voru um þrjátíu börn í kennslustundinni.

Hefur öllum grunnskólum sem senda börn í búðirnar verið send tilkynning vegna málsins og segir Sigurður að litið sé á málið með alvarlegum augum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fundu „haldbærar vísbendingar“ í leitinni að Madeleine

Fundu „haldbærar vísbendingar“ í leitinni að Madeleine
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneyksli í Þýskalandi: Pink Floyd-goðsögn sætir lögreglurannsókn eftir að hafa troðið upp í nastistabúningi

Hneyksli í Þýskalandi: Pink Floyd-goðsögn sætir lögreglurannsókn eftir að hafa troðið upp í nastistabúningi
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Meintur barnaníðingur kemur fyrir dóm á föstudaginn

Meintur barnaníðingur kemur fyrir dóm á föstudaginn
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Telur bongóblíðu vera á næsta leiti og 28. maí sé lykildagurinn – „Við gætum átt mjög flotta og gleðilega sumardaga framundan“

Telur bongóblíðu vera á næsta leiti og 28. maí sé lykildagurinn – „Við gætum átt mjög flotta og gleðilega sumardaga framundan“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Par um þrítugt í vanda eftir húsleit í Þórðarsveig

Par um þrítugt í vanda eftir húsleit í Þórðarsveig
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Meintur ofbeldismaður fær ekki að vera viðstaddur þegar eiginkona og sonur bera vitni

Meintur ofbeldismaður fær ekki að vera viðstaddur þegar eiginkona og sonur bera vitni