fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fréttir

Sakborningur í Bankastræti Club fær 2,6 milljónir – Var þolandi manndrápstilraunar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 30. mars 2023 15:41

Héraðsdómur Reykjaness. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hef­ur dæmt karl­mann í 3,5 árs fang­elsi fyr­ir til­raun til mann­dráps á ný­ársnótt 2020 í Reykja­nes­bæ. Fjórir karlmenn voru ákærðir í málinu, tveir þeirra voru sýknaðir, en sá fjórði var dæmd­ur í fimm mánaða skil­orðsbundið fang­elsi. Tveir mannanna eru rúmlega tvítugir og tveir þeirra um fertugt.

Einn ákærðu í málinu og jafnframt þolandi í málinu er einn 25 sakborninga í Bankastræti Club málinu, sem var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 21. mars síðastliðinn. Þar er viðkomandi karlmaður ákærður fyrir:

sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa í félagi, ruðst grímuklæddir inn á skemmtistaðinn og í sal á neðri hæð skemmtistaðarins, króað af og veist að A, B og C, með eftirfarandi hætti: veist að A með ítrekuðum höggum, spörkum og hnéspörkum í höfuð og búk og stappað með fætinum á höfði hans þar sem hann lá í gólfinu og sparkað í C.

Sjá einnig: Bankastræti Club-árásin þingfest á þriðjudag – Fjölmennt verður í dómssal

Dóminn má lesa í heild sinni hér.

Var um tíma í lífshættu

Fjallað var um hnífaárásina í Reykjanesbæ í fjölmiðlum, meðal annars í Víkurfréttum, en átök tveggja hópa á nýársmorgun áttu sér stað í og fyrir utan heimahús í bænum. 18 ára karlmaður (X í dómi héraðsdóms) var stunginn fimm sinnum í átökunum. Hann var í lífshættu um tíma, missti 4,5 lítra af blóði og gekkst undir yfir fjögurra klukkustunda aðgerð þar sem meðal annars þurfti að fjarlægja úr honum miltað. Í færslu á Instagram þakkaði fyrir batakveðjurnar og segist koma sterkari og vitrari til baka

Einn ákærður fyrir tilraun til manndráps og allir fjórir fyrir sérstaklega hættulegar líkamsárásir

Héraðssak­sókn­ari höfðaði málið á hend­ur mönn­un­um 17. nóv­em­ber. A sem hlaut þyngsta dóminn, var ákærður fyr­ir til­raun til mann­dráps með því að hafa ít­rekað lagt til X með vasa­hníf með 6,3 sm löngu blaði, sem A hafði í vörsl­um sín­um. Hlaut X sam­tals fimm stungu­áverka, þar af einn sem náði inni í kviðar­hol og í gegn­um milta svo fjar­lægja þurfti miltað og ann­an sem olli loft­brjósti.

A var einnig, ásamt Y, ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa í félagi veist að Z og slegið hann ítrekað, með glerflösku og hnefahöggum í höfuðið, ákærði A sparkað í hann og reynt að stinga hann með hníf, allt með þeim afleiðingum að Z hlaut bólgu við kinnbein og á vinstri hlið andlits og 2-3 grunna skurði á fingrum.

Z var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa veist að Y og ítrekað slegið hann með glerflösku og hnefahöggum í höfuðið, allt með þeim afleiðingum að Y hlaut bólgu og 1 sm skurð ofan við enni hægra megin á hvirfli, kúlu og hrufl vinstra megin á ehnni, nokkrar minni kúlur aftan á höfði, þar af tvær aftan á hnakka, auk skráma á höfði.

X og Z voru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa í félagi veist að A og ítrekað slegið hann, bæði með glerflöskum og hnefahöggum í höfuð og búk, allt með þeim afleiðingum að A hlaut rispur yfir vinstra kinnbeini, nefi, enni og brjóstkassa vinstra megin, skrámu yfir miðjum kvið, bólgu og eynsli yfir nefbeini og höfuðverk.

Metinn sakhæfur

Fram kemur í dómi héraðsdóms að geðrann­sókn var fram­kvæmd á A og leiddi niðurstaða hennar í ljós að ekk­ert benti til þess að hann hefði verið ófær um að stjórna gerðum sín­um á verknaðar­stundu. Hann var því met­inn sak­hæf­ur. Maður­inn hélt því fram að stungu­árás­in hefði helg­ast af neyðar­vörn í kjöl­far átakanna, því hafnaði hafnaði héraðsdóm­ur.
A var eins og áður sagði dæmd­ur í fang­elsi í 3 og hálft ár fyr­ir til­raun til mann­dráps, og var einnig dæmd­ur til að greiða ein­um mann­anna, X, 2,6 millj­ón­ir í bæt­ur auk 400.000 kr. í máls­kostnað.
Z var sakfelldur fyrir líkamsárás og hlaut fimm mánaða skil­orðsbund­inn og var einnig dæmd­ur til að greiða ein­um mannanna, Y, 300.000 kr. í bæt­ur og 250.000 kr. í máls­kostnað.

X og Y voru sýknaðir í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi
Fréttir
Í gær

Wagnerliðar snúa heim úr stríðinu sem hetjur – Ekki taka allir þeim opnum örmum

Wagnerliðar snúa heim úr stríðinu sem hetjur – Ekki taka allir þeim opnum örmum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forseti Kína segir yfirmönnum öryggismála að vera viðbúnir hinu versta

Forseti Kína segir yfirmönnum öryggismála að vera viðbúnir hinu versta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Danir bæta enn í aðstoðina við Úkraínu – 150 milljarðar til viðbótar á þessu ári

Danir bæta enn í aðstoðina við Úkraínu – 150 milljarðar til viðbótar á þessu ári