fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ný skýrsla um hægriöfgastefnu á Norðurlöndum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 29. mars 2023 13:29

Ljósmyndari Magnus Fröderberg/norden.org

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aukið samstarf lögregluyfirvalda á Norðurlöndum, aukið samstarf sveitarfélaga með mikinn vanda varðanda hægriöfgastefnu og meiri fjárfesting í fullorðnu fólki til að vinna gegn hægriöfgavæðingu. Þetta eru tillögur sem lagðar eru fram í nýrri skýrslu um hægriöfgastefnu á Norðurlöndum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Norden.org.

Skýrslan um þróun hægriöfgastefnu á Norðurlöndum frá 1918 til dagsins í dag er unnin af Segerstedtinstitutet við Gautaborgarháskóla. Skýrslan When neo-nazis march on Norwegian streets, you hear a lot of Swedish er fyrsta yfirgripsmikla rannsóknin þar sem hægriöfgastefna er skoðuð í norrænu samhengi. Gerð skýrslunnar er fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni.

Í skýrslunni eru ýmsar tillögur að því hvernig hægt er að taka á hægriöfgastefnu frá norrænu sjónarhorni.

Aukið samstarf lögreglu

Í skýrslunni er meðal annars lagt til að lögregluyfirvöld á Norðurlöndum komi á fót sérsveit sem ber ábyrgð á upplýsingamiðlun um hægriöfgahópa, starfar saman að brotamálum og miðlar reynslu um hvernig taka skuli á hægriöfgaaðgerðasinnum, til dæmis við mótmælaaðgerðir.

Í skýrslunni er einnig lagt til að auka samstarf milli norrænna sveitarfélaga sem glíma við mikinn vanda vegna hægriöfgastefnu.

Auk þess er í skýrslunni bent á mikilvægi þess að fjárfesta í fyrirbyggjandi aðgerðum sem beinast að fullorðnu og eldra fólki á netinu. Eins og staðan er nú beinast þau fáu forvarnaverkefni sem fyrir eru á netinu einkum að ungu fólki en rannsóknir sýna að meirihluti þeirra sem lifa og hrærast í hægriöfgaumhverfi eru 30 ára og eldri.

Í skýrslunni er lýst eftir norrænum vettvangi vegna útgönguaðgerða, það er vinnu við að fá öfgafólk til þess að segja skilið við hægriöfgafulla hugmyndafræði sína.

Fá verkefni beinast að hægriöfgastefnu

Rannsóknin sýnir að afar fá forvarnarverkefni vegna öfgavæðingar beinast sérstaklega að hægriöfgastefnu. Í slíkum verkefnum er ríkjandi áhersla á herskáan íslamisma.

Þetta vekur athygli Karenar Ellemann, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar.

„Það er eftirtektarverð staðreynd að margar þeirra aðgerða sem fyrir hendi eru til að koma í veg fyrir öfgastefnu beinast ekki sérstaklega að hægriöfgastefnu, sömuleiðis er eftirtektarvert að þær beinist fyrst og fremst að ungu fólki. Það gefur tilefni til að við spyrjum okkur að því sem einnig er spurt um í rannsókninni – hvort fyrirbyggjandi aðgerðir okkar beinist í rétta átt nú,“ segir Karen Ellemann.

Mikilvægt fyrir Norrænu ráðherranefndina

Karen Ellemann segir málefnið vera ráðherranefndinni mikilvægt, ekki síst í vinnunni að norrænu framtíðarsýninni, Framtíðarsýn 2030, og þá sérstaklega að þeim hluta hennar sem snýr að því að byggja upp félagslega sjálfbær Norðurlönd.

„Norræna ráðherranefndin mun áfram styðja miðlun þekkingar á þessu sviði og við ætlum okkur að vera í fararbroddi þegar kemur að þróun nýrra vettvanga og vinna að því að greiða fyrir verkefnum og verklagi sem komið geta í veg fyrir hægriöfgastefnu og unnið gegn henni,“ segir Karen Ellemann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum