fbpx
Föstudagur 09.júní 2023
Fréttir

Yfirvofandi sókn Úkraínumanna gæti orðið lokakaflinn í stríðinu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. mars 2023 04:10

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklegt er talið að Úkraínumenn muni hefja gagnsókn gegn rússneska innrásarhernum innan skamms. Rússar hafa reynt að sækja fram síðustu vikur en án þess að ná neinum markverðum árangri. Ekki er útilokað að þeir neyðist til að taka upp varnarstöðu á næstunni til að mæta væntanlegri sókn Úkraínumanna.

Breski hernaðarsérfræðingurinn Sean Bell fjallaði nýlega um málið á vefsíðu Sky News og sagði þar að væntanleg sókn Úkraínumanna geti orðið lokakaflinn í stríðinu.

Hann bendir á að Rússar hafi nú reynt að ná Bakhmut á sitt vald í sjö mánuði og hafi ekki tekist það þrátt fyrir harða bardaga. Svo virðist sem sókn Rússa virðist hafa náð hámarki því sóknaraðgerðum þeirra hafi fækkað um 80%.

Wagnerliðar mjakist enn hægt fram norðan við Bakhmut en með miklum fórnarkostnaði. Rússneski herinn eigi erfitt með að fylla upp í skörð fallinna hermanna og sé að verða uppiskroppa með skotfæri og hugmyndir. Hann hafi misst frumkvæðið og hafi sára þörf fyrir hlé frá bardögum.

Hann segir að fréttir bendi til að verið sé að færa rússneskar hersveitir til og að málaliðar Wagner verði skildir eftir til að mæta örlögum sínum í Bakhmut. Ef þetta sé rétt, þá sýni það að Rússar hafi áttað sig á að þeir verða nú að beina sjónum sínum frá því að sækja fram yfir í að undirbúa sig undir að verjast væntanlegri gagnsókn Úkraínumanna.

Hann minnir á að Úkraínumenn hafi einnig orðið fyrir miklu mannfalli en ef þeir ætli að ná landi sínu úr höndum Rússa verði sókn þeirra að vera hröð og ákveðin og nýta sér örmögnun rússneska hersins.

„En, það er stórt en, margir hernaðarsérfræðingar telja að það verði erfitt fyrir Úkraínumenn að hrekja Rússa frá Donbas og Krím. Hverju munu Úkraínumenn reyna að ná fram með sókn sinni? Flytja víglínuna austur? Rjúfa landtengingu Krím og Donbas?“ segir hann og bendir á að allar sóknir, jafnvel þær sem ganga vel, missi kraft að lokum og alveg örugglega áður en það tekst að frelsa alla Úkraínu.

Hann víkur síðan að hernaðarstuðningi Vesturlanda við Úkraínu og segir merki á lofti um að takmarkað framboð sé af góðum vopnum og í versta falli séu þau að verða búin.

Þess utan fari áhrif Kínverja á Rússa vaxandi og þeir vilji ekki að stríðið dragist á langinn með tilheyrandi hættu á ófyrirséðum afleiðingum.

Auk þess sé takmarkaður vilji á Vesturlöndum til að stríðið dragist á langinn því flestir telji að Úkraína geti ekki unnið það og Rússar hafi ekki efni á að tapa því. Vesturlönd vilji ekki að Kínverjar geti hrósað sér af því að hafa komið á friði.

Hann segir líklegt að hvorugur stríðsaðilinn geti unnið afgerandi sigra á vígvellinum fyrir áramót og líklega verði báðir örmagna og skorti bæði menn og búnað til að greiða afgerandi högg.

„Á því stigi standa Vesturlönd frammi fyrir að taka ákvörðun um hvort þau haldi áfram að styðja áframhaldandi átök með þverrandi úrræðum, það eykur líkurnar á að langtíma áætlun Rússa gangi upp, eða hvort þau þrýsti á báða aðila um að binda enda á blóðbaðið og einbeiti sér að uppbyggingu Úkraínu. Það gæti ekki verið meira undir fyrir Úkraínu, sviðið er tilbúið fyrir það sem gæti orðið lokakafli þessa stríðs,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarar ummælum Kára um vesalinga í sjómennsku fullum hálsi – „Örlög okkar að falla í gleymskunnar dá vegna aumingjaskapar“

Svarar ummælum Kára um vesalinga í sjómennsku fullum hálsi – „Örlög okkar að falla í gleymskunnar dá vegna aumingjaskapar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar tölur um tjón Rússa í stríðinu

Nýjar tölur um tjón Rússa í stríðinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vildi skila taflborði sem hann hafði keypt á 27 milljónir – Páll í Polaris mátaði andstæðing sinn í Héraðsdómi

Vildi skila taflborði sem hann hafði keypt á 27 milljónir – Páll í Polaris mátaði andstæðing sinn í Héraðsdómi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sendi eiginmanni ástkonunnar myndskeið af sér og henni í samförum

Sendi eiginmanni ástkonunnar myndskeið af sér og henni í samförum