fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

„Léleg, rætin og ógeðsleg tilraun til þess að grafa undan þessum miðli, störfum mínum og þagga niður í mér“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. mars 2023 13:34

Þorsteinn V. Einarsson, umsjónarmaður hlaðvarpsins Karlmennskan. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn V. Einarsson, umsjónarmaður Karlmennskunnar, segir að nafnlaus reikningur á Twitter hafi dreift um sig þeim óhróðri að hann hafi eltihrellt lettneska stúlku sem búsett var á Íslandi árin 2006-2007. Frásögnin fór á flug, að sögn Þorsteins með hjálps fólks sem hefur ekki sýnt þolendum mikla samúð, og í kjölfarið birtist önnur færsla sem innihélt meint skilaboð frá Þorsteini þar sem hann virðist hóta umræddri stúlku öllu illu. Þorsteinn fullyrðir að skjáskotin séu fölsuð og það sjáist augljóslega þegar rýnt er í þau. Til að mynda sé myndin sem notuð er af honum ekki eins og sú sem hann notar á samfélagsmiðlum.

„Þetta er léleg, rætin og ógeðsleg tilraun til þess að grafa undan þessum miðli, störfum mínum og þagga niður í mér,“ skrifar Þorsteinn í færslu á Instagram-síðu Karlmennskunnar fyrir stundu.

„Hingað til hef ég sloppið þokkalega vel“

Í færslunni segir Þorsteinn að það sé hluti af því að taka afgerandi afstöðu gegn ofbeldi, karlmennskuhugmyndum sem næri ofbeldi og karlægri hegðun að fá yfir sig drullu á samfélagsmiðlum og jafnvel hótanir.

„Hingað til hef ég sloppið þokkalega vel, miðað við önnur sem taka jafn afgerandi afstöðu eða taka sér stöðu framarlega gegn rótgrónu samfélagsmeini,“ skrifar Þorsteinn og segist hafa þykkan skráp fyrir slíku.

Hann segist ekki vera í neinum feluleik með fortíð sína og hann hafi gert margt sem að hann sé ekki stoltur af og hefði viljað hafa haft vit á að sleppa. Sú reynsla hans sé þó lykillinn af því að hann hafi innsýn inn í og skilning á karlmennskunni, áhrifum, afleiðingum og birtingamyndum hennar. Það að eltihrella sé þó ekki eitthvað sem hann hafi gerst sekur um.

Skammast sín fyrir margt úr fortíðinni

„Ég var forréttindafirrt karlremba og að velja það að taka feminíska afstöðu þýddi að ég þyrfti að horfast í augu við alla mína fortíð, fordóma, mistök, karlrembu og axla ábyrgð,“ skrifar Þorsteinn og segist hafa tekist á við verkefnið af einlægni og auðmýkt.

Hann segir þröngan hóp hatast við að þá sem að stíga fram og fordæma ofbeldi og þrái ekkert frekar en að þagga niður í honum. Þetta sé hins vegar klikkaðasta tilraunin til þessa, gerð af nafnlausum aðgangi sem áður hafði drullað yfir þekktar íslenskar baráttukonur.

„Svona taktík er sérstaklega beitt vopn því við erum loksins farin að hlusta á og trúa þolendum. Þetta er beitt vopn gegn karli sem hefur tekið afgerandi afstöðu gegn ofbeldi. Er hann svo bara úlfur í sauðargæru? Skrímsli? Ótrúverðugur lygari sem þarf að….cancella? “ skrifar baráttumaðurinn.

Hann segir fylgjendum sínum að það sé þeirra að meta trúverðugleika skilaboða hans en að honum þyki ólýsanlega sárt að einhverjum sé svo illa við sig að falsa slíka skilaboð og frásögn um sig.

Hér má sjá færslu Þorsteins í heild sinni

 

View this post on Instagram

 

A post shared by karlmennskan (@karlmennskan)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi