fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. mars 2023 07:00

Pútín og Steven Seagal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi umdeildra aðila hittist nýlega á Pushkin safninu í Moskvu til að ræða hvernig þeir geta dreift sýn Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, á stríðið í Úkraínu, erlendis og um leið sýnt Rússum að margir útlendingar styðja stríðsrekstur þeirra.

Meðal fundargesta voru ítalskur aðalsmaður, samsæriskenningasmiðir, stjórnmálamenn og bandaríski leikarinn Steven Seagal. Pútín vonast til að þessir aðilar, og fleiri, geti dreift áróðri og heimssýn Pútíns í útlöndum.

„Ég er 100% stuðningsmaður Rússa,“ sagði Seagal á fundinum að sögn The Guardian. Hann er þekktastur fyrir leik í B-myndum og kunnáttu sína í bardagaíþróttum. Hann fékk rússneskan ríkisborgararétt 2016.

Honum, og um 90 öðrum, var boðið á samkomuna.

Sergey Lavrov, utanríkisráðherra, ávarpaði samkomuna og hann fór ekki leynt með skoðun sína á hlutunum. „Við sjáum ekki bara nýnasisma, við sjáum beinan nasisma sem leggst yfir sífellt fleiri Evrópuríki. Við sjáum hvernig sagan er eyðilögð fyrir augum okkar og heilög minnismerki eru eyðilögð,“ sagði hann.

Nikolai Malinov, sem sætir refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjanna, tók einnig þátt. Hann hefur verið sakaður um að njósna fyrir Rússa. „Það er kominn tími til að máttur ljóssins sigri illu öflin,“ sagði hann.

Hann var kjörinn leiðtogi alþjóðlegrar hreyfingar stuðningsmanna Rússa. Hreyfingin segist vera með meðlimi frá 40 ríkjum og nýtur hún stuðnings rússneska utanríkisráðuneytisins að sögn Dagbladet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki