fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Fréttir

Rússneska þingið tekur ný og drastísk skref

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. mars 2023 07:00

Það er valdabarátta í Kreml.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það liggur þung refsing við því í Rússlandi að dreifa „fölskum fréttum“ um her landsins. Nú ætlar neðri deild þingsins, Dúman, að taka drastísk skref og útvíkka þessi lög þannig að þau nái einnig til annarra sem berjast með rússneska hernum í Úkraínu.

NTB skýrir frá þessu og segir að einn hópur veki sérstaka athygli í þessu sambandi. Það er er málaliðafyrirtækið Wagner en það er í eigu olígarkans Yevgeni Prigozhin. Hann hefur verið einn helsti stuðningsmaður fyrrgreindrar löggjafar og þess að hún verði hert.

Í janúar kvartaði hann hástöfum yfir að liðsmenn Wagner væru gagnrýndir af bloggurum og á rússneskum samfélagsmiðlum án þess að hægt væri að refsa þeim „seku“.

Í gær sagði leiðtogi Dúmunnar að framvegis verði opinber ummæli, sem grafa undan sjálfboðaliðum, samtökum og aðilum, sem berjast með hernum í Úkraínu, verði framvegis refsiverð.

Prigozhin hefur sjálfur verið harðorður í garð yfirstjórnar rússneska hersins og hefur meðal annars sakað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, um landráð.

Samkvæmt fyrrgreindum lögum þá liggur allt að 15 ára fangelsi við að dreifa „fölskum fréttum“ um rússneska herinn.

Mannréttindasamtökin OVD-info segja að 5.800 Rússar hafi verið sóttir til saka á grundvelli laganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stal bifreið og ók á tvær aðrar – Ógnaði fólki með hnífi

Stal bifreið og ók á tvær aðrar – Ógnaði fólki með hnífi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Pútín segist hafa heimsótt Maríupól – „Ég er ekki sannfærður um að hann hafi verið þar“

Pútín segist hafa heimsótt Maríupól – „Ég er ekki sannfærður um að hann hafi verið þar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það sem mestu máli skiptir er það sem er innan þessarar höfuðskeljar“

„Það sem mestu máli skiptir er það sem er innan þessarar höfuðskeljar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erik Valur mætir í lyfjagjöf á þriggja vikna fresti allt árið – „Þetta er daglegt líf þessara barna“

Erik Valur mætir í lyfjagjöf á þriggja vikna fresti allt árið – „Þetta er daglegt líf þessara barna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón ósáttur við fréttastofu RÚV – Birtu aðeins 10 sekúndur af 3 mínútna málsvörn hans varðandi rafbyssumálið

Jón ósáttur við fréttastofu RÚV – Birtu aðeins 10 sekúndur af 3 mínútna málsvörn hans varðandi rafbyssumálið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæsluvarðhald yfir skotmanninum á Dubliners framlengt

Gæsluvarðhald yfir skotmanninum á Dubliners framlengt