fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

„Ég sá bara engan tilgang með lífinu“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. mars 2023 17:27

Þórir Kjartansson Mynd: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórir Kjartansson var um tíma heimilislaus og svaf í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur. Þórir sem er 47 ára gamall kljáist við fíknisjúkdóm. 

„Ég var lengi í óreglu og bjó á götunni meira og minna í þrjú ár í restina af neyslunni minni. Mér fannst allir vera að dæma mig þar sem ég kom og átti erfitt með að vera í kringum fólk og leið mjög illa þar sem ég var. Var alltaf á einhverjum flótta undan lífinu. Uppfullur af skömm.“

Þórir segist hafa fundið sér skjól í einu horni í ráðhúsinu, þar hafi verið smá hiti. Hélt hann til svolítið þar, þó ekki stöðugt.  „Ég sá bara engan tilgang með lífinu, mig langaði bara að deyja þegar ég var á þessum stað.“

Þórir segist hafa þekkt til og hafa heyrt af Kaffistofu Samhjálpar og segir hann kaffistofuna lífsbjörg fyrir fólk sem er á þessum stað í lífinu. Segir hann það rosalegt fyrir þennan hóp ef kaffistofunnar nyti ekki við.

„Kaffistofan er búin að bjarga mörgum mannslífum. Ég þekki það bara af eigin reynslu,“ segir Þórir og segir starfsfólkið þar hafa tekið vel á móti sér. Þórir hugsar til baka til dagsins sem hann hætti í neyslu og hugsaði með sér: „Ég get þetta alveg. Ég get þetta.“  Þórir fór síðan sjálfur að vinna á kaffistofunni. 

„Það sem bjargaði lífi mínu var að fá þann tilgang að geta farið að vinna. Í dag er ég húsvörður í Ráðhúsi Reykjavíkur á mínum gamla stað þar sem ég svaf niðri í kjallara.“ 

Þórir er einn þeirra sem segir sögu sína í tilefni af vitundarvakningarátaki Samhjálpar Ekki líta undan. Átakið er til að vekja athygli á hópnum sem hefur sótt eða sækir Kaffistofuna. Yfir 350 manns leita á kaffistofuna daglega til að þiggja máltíð, hlýju, virðingu og samveru. Öll eiga það sameiginlegt að búa við mjög erfiðar félagslegar aðstæður, sárafátækt og jafnvel heimilisleysi. Með átakinu vill Samhjálp vekja almenning til vitundar um að við erum öll manneskjur sem mæta á af virðingu, kærleika og skilningi.

„Ég var einu sinni þarna í einhverjum kraftgalla, grútskítug og leit illa út og lyktaði illa af drykkju“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin