fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fréttir

Lögreglumaður segir vændi hafa aukist samhliða kipp í ferðaþjónustu – „Ekkert eftirlit“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. febrúar 2023 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lítið sem ekkert eftirlit er með þeim sem stunda ferðaþjónustu hér á landi og á það við bæði um fyrirtæki og einstaklinga.

Þetta segir Stefán Örn Arnarson, hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Blaðið sendi fyrirspurn í kjölfar fréttar um bandarísk hjón sem lýstu meintum svikum af hálfum íslensks ferðaskipuleggjanda.

Í svari Stefáns kemur fram að lögregluna gruni að umtalsverð „svört“ starfsemi eigi sér stað í tengslum við ferðamannaiðnaðinn. Um leyfislausa starfsemi sé að ræða þar sem ekki séu staðin skil á opinberum gjöldum.

Hann sagði að ekki væri erfitt að beita sér í málum er tengjast svikum gegn ferðamönnum. „Ágætis lausn væri að hafa lítið teymi sem hefði meðal annars það verkefni að kanna leyfi og réttindi aðila í ferðaþjónustu,“ segir hann og bendir á hægt væri að gera þetta á svipaðan hátt og gert er með skemmtistaði og dyraverði.

Hann sagði einnig vera sitt mat að leyfislaus starfsemi aukist samhliða aukningu ferðamanna hingað til lands. Kippir hafi sést annars staðar, til dæmis hvað varðar framboð vændis sem hafi aukist til muna eftir að ferðamannaiðnaðurinn tók við sér á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eydís lýsir ofbeldi hjá Vottunum: Börn dregin á eyrunum inn í hliðarherbergi og potað milli rifja á kornabarni

Eydís lýsir ofbeldi hjá Vottunum: Börn dregin á eyrunum inn í hliðarherbergi og potað milli rifja á kornabarni
Fréttir
Í gær

Snapchat-perri fyrir dóm á Akureyri – „Sýndi henni vanvirðandi, ósiðlegt og lostugt athæfi“

Snapchat-perri fyrir dóm á Akureyri – „Sýndi henni vanvirðandi, ósiðlegt og lostugt athæfi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi starfsmaður lagði 100 Iceland Hotel fyrir dómi

Fyrrverandi starfsmaður lagði 100 Iceland Hotel fyrir dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín gerir stúdentum tilboð sem þeir vilja hafna en geta ekki hafnað

Pútín gerir stúdentum tilboð sem þeir vilja hafna en geta ekki hafnað