fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Bregðast við ásökunum Dýraverndunarsambands Íslands

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. febrúar 2023 15:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) fór í vikunni fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda vegna aðbúnaðar og ástands búfénaðar á bæ í Skagafirði.

Vísir birti myndir sem teknar voru á umræddu búi þar sem mátti sjá horuð dýr í básum sem voru fullir af mykju.

Matvælastofnun (MAST) hefur nú sent frá sér tilkynningu vegna málsins, þar sem segir að eftirlit hafi verið og verði haft með umræddum bæ og að myndir sem hafi verið birtar sýni ekki réttar aðstæður, samanborið við það sem eftirlitsmenn MAST sáu í eftirlitsferðum sínum.

„Matvælastofnun vill koma eftirfarandi á framfæri vegna tilkynningar sem Dýraverndunarsamband Íslands sendi frá sér þann 2. febrúar sl. um dýr í neyð á Norðurlandi og kröfu um tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda í málinu.

Matvælastofnun framkvæmdi eftirlit á viðkomandi bæ þann 16. nóvember sl. Eftirlitið sem var óboðað fór fram vegna ábendingar sem stofnuninni barst um slæman aðbúnað nautgripa á bænum. Frávik um hreinleika nokkurra gripa og athugasemd við herðakambslá var skráð en önnur skoðunaratriði reyndust í lagi. Við eftirlitið var ekki mikill skítur undir nautgripum og hálmur var til staðar. Fyrrnefndar athugasemdir voru ekki tilgreindar sem alvarleg frávik og í samræmi við skráð verklag var veittur hefðbundinn frestur til úrbóta.“

MAST hafi svo aftur sent eftirlitsmann eftir aðra og þriðju kvörtun vegna aðbúnaðar dýranna. Í báðum þeim athugunum hafi ekki þótt tilefni til að skrá frávik.

„Þær myndir sem Dýraverndunarsambandið vísar til í yfirlýsingu sinni og sendar hafa verið til stofnunarinnar gefa ekki rétta mynd af holdafari nautgripanna eða aðstæðum á bænum á fyrrnefndu tímabili. Myndirnar voru ekki í samræmi við aðstæður eins og þær hafa birst eftirlitsmönnum stofnunnarinnar í þau þrjú skipti sem stofnunin hefur fylgt eftir ábendingum um umhirðu og aðbúnað nautgripa á bænum og kemur fram í eftirlitsskýrslu stofnunarinnar.

Búfjárhald á bænum mun sæta reglubundnu eftirliti áfram.“

Örþrifaráð tilkynnanda að hafa samband

Rétt er að taka fram að DÍS greindi svo frá því að þær myndir og myndskeið sem sjá má í áðurnefndri frétt Vísis hafi verið teknar á milli heimsókna MAST.

Í tilkynningu DÍS vegna málsins sagði:

„Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist ábending um búfénað í alvarlegum vanhöldum í Skagafirði. Tilkynningin var send til DÍS þar sem svo virðist sem Matvælastofnun (MAST) hafi ekki brugðist við fyrri tilkynningum um ástand og aðbúnað þessara dýra.

DÍS hefur séð myndir og er ástand og aðbúnaður dýranna sem um ræðir mjög slæmt. Búfénaður er horaður og stendur skítugur í mykju upp að hnjám. Það var örþrifaráð tilkynnanda að hafa samband við DÍS vegna ástandsins og lýsa þessum aðbúnaði dýranna, í von um að það verði til þess að hreyfa við málinu.

DÍS hafði samband við Matvælastofnun í síðustu viku vegna málsins og óskaði tafarlausra úrbóta. Svör stofnunarinnar voru þau að farið hefði verið í eftirlit á þessum stað í nóvember sl. vegna ábendingar. Þá hafi engin frávik verið skráð varðandi aðbúnað dýranna. Sú ábending sem send hefur verið til DÍS á hins vegar við um aðbúnað dýranna viku eftir þá eftirlitsheimsókn MAST. Jafnframt var aðbúnaður dýra metinn án frávika í desember þegar MAST fór í aðra eftirlitsheimsókn.

Dýrahald eins og lýst er hér á engan rétt á sér. Matvælastofnun er sú stofnun á Íslandi sem lögum samkvæmt ber að sjá til þess að farið sé að lögum um velferð dýra.

​Dýraverndarsamband Íslands fer fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda í málinu“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala