fbpx
Þriðjudagur 28.mars 2023
Fréttir

Faðir barnanna vonast til að Edda skili þeim eins og henni ber

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 11:30

Edda Björk Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá í gær hefur Landsréttur staðfest úrskurð þess efnis að Eddu Björk Arnardóttur sé skylt að koma sonum sínum þremur í hendur föður þeirra sem búsettur er í Noregi og hefur forræði yfir börnunum.

Málefni Eddu og barnsföður hennar komst í kastljós fjölmiðla fyrir tæplega ári þegar Edda kom með drengina hingað til lands með einkaflugvél, í óþökk föðurins sem hefur forræði yfir þeim í Noregi.

Allar götur síðan hafa synirnir dvalist hjá Eddu. Hún segir í samtali við DV að dómstólar hér hafi ekki tekið tillit til matsgerðar dómskvadds matsmanns um að drengjunum sé best borgið í umsjá hennar né tekið tillit til einlægs vilja þeirra um að vera hjá sér. Edda krafðist þess að úrskurður Héraðsdóms yrði felldur úr gildi en til vara að aðfarargerðin gegn henni færi ekki fram fyrr en þremur mánuðum eftir uppkvaðningu úrskurðar Landsréttar og að kæra til Hæstaréttar fresti fullnustu hans.

Landsréttur féllst ekki á þetta og er föðurnum heimilt eftir 21 dag frá uppkvaðningu úrskurðarins (sem var 31. janúar) að fá synina þrjá afhenta með beinni aðfarargerð, hafi hún ekki áður „komið á lögmætu sambandi með flutningi drengjanna til Noregs,“ eins og segir orðrétt í úrskurðinum.

Lögmaður föður drengjanna, Leifur Runólfsson, bendir á að einungis einn matsmaður hafi verið kvaddur til héraðsdóms og hafi meðal annars komið fram í mati hans að drengirnir hefðu það gott hjá föður sínum. Sérfróðir dómarar hafi verið bæði í héraðsdómi og Landsrétti. „Í bæði skiptin voru þessir sérfróðu meðdómarar sálfræðingar að mennt sem hafa gríðarlega reynslu af málum sem snúa að börnum,“ segir Leifur. Niðurstaðan í báðum málunum hafi verið einróma. „Hvorki móðir né faðir gerðu athugasemdir við þessa meðdómara.“

Lögmaðurinn segir ennfremur: „Faðir vonar bara að móðir nýti sér þessa daga sem hún hefur til að skila börnunum eins og henni ber að gera samkvæmt dómsorði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Til stóð að rýma húsin sem urðu fyrir flóði en það tókst ekki í tæka tíð

Til stóð að rýma húsin sem urðu fyrir flóði en það tókst ekki í tæka tíð
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Móðir sýknuð í líkamsárásarmáli gegn fimm ára syni sínum – Sögð hafa sparkað í búk drengsins

Móðir sýknuð í líkamsárásarmáli gegn fimm ára syni sínum – Sögð hafa sparkað í búk drengsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjársvikari framseldur úr landi – Kom til Íslands árið 2014 og dvaldist hér með unnustu og syni

Fjársvikari framseldur úr landi – Kom til Íslands árið 2014 og dvaldist hér með unnustu og syni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sýknuð í skattsvikamáli MS Tækjaleigu

Kona sýknuð í skattsvikamáli MS Tækjaleigu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Medvedev segir að ef Pútín verði handtekinn jafngildi það stríðsyfirlýsingu

Medvedev segir að ef Pútín verði handtekinn jafngildi það stríðsyfirlýsingu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Edda biðst velvirðingar á missögnum varðandi starfsferil sinn

Edda biðst velvirðingar á missögnum varðandi starfsferil sinn