fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Enn mikið landris við Svartsengi – Ekki útilokað að það dragi til tíðinda

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. desember 2023 09:00

Svartsengi. Mynd:Wikipedia.org

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn rís land hratt nærri raforku- og hitaveitunni í Svartsengi. Þar hefur land nú risið um tæplega 30 cm síðan það féll skyndilega þegar skjálftahrinan mikla reið yfir Grindavík þann 10. nóvember. Talið er að kvika hafi hlaupið úr kvikusyllunni, sem hafði valdið landrisi dagana á undan, og myndað um 15 km langan kvikugang sem náði undir Grindavík og út í sjó.

Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins í dag. Segir að það geti dregið til tíðinda þegar landrisið nálgast enn meira þá hæð sem það náð áður en kvikugangurinn myndaðist. Það gæti orðið eftir rúmlega viku.

Á miðvikudaginn varaði Veðurstofan við því að líkurnar á öðru kvikuhlaupi fari vaxandi og benti á að nýjustu gögn bendi til að innflæði kviku hafi líklega stöðvast í kvikuganginn sem myndaðist 10. nóvember. Því séu minni líkur á eldgosi yfir honum. Samt sem áður sé líklegt að sama atburðarás endurtaki sig og átti sér stað þegar kvikugangurinn myndaðist undir Grindavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt