fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fréttir

Bandamaður Pútíns birti myndbönd af sér í skógi – Á miðvikudaginn gerðist það sem hann átti enga von á

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. desember 2023 04:33

Lögreglumenn að störfum þar sem Illia Kiva var myrtur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 40 km vestan við Moskvu er lúxushótelið Velich Country Club. Þar er venjulega mjög friðsælt og sjaldgæft að eitthvað gerist þar sem ratar í fréttirnar. Hvað þá að gestir séu myrtir en það gerðist á miðvikudaginn þegar maður var skotinn til bana nærri hótelinu.

Lík fannst innan um lágvaxin grenitré í garði bak við hótelið. Andlitið sneri niður og það blæddi úr skotsári á höfðinu. Líkið sást illa fyrir trjánum. Það fannst um klukkan 15 og hafði maðurinn verið látinn í að minnsta kosti eina klukkustund þegar hann fannst í því mikla frosti sem var.

Samkvæmt umfjöllunum rússneskra Telegramrása, sem fjalla um afbrot, þá kom lögreglan fljótlega á vettvang. Samkvæmt heimildarmönnum innan lögreglunnar þá hafði maðurinn verið skotinn tveimur skotum. Það fyrra lenti í bringu hans og lifði hann það af en skotið í höfuðið lifði hann ekki af.

Á svipuðum tíma átti svipaður atburður sér stað sunnar í landinu, í um 800 km fjarlægð frá hótelinu. Þar settist hálfsköllóttur maður inn í bíl við fótboltavöll í Luhansk í Úkraínu en þar ráða Rússar lögum og lofum þessa stundina.

Þetta var skömmu fyrir klukkan 14. Skyndilega heyrðist hár hvellur og bíll mannsins varð alelda. Maðurinn náði ekki að komast út úr bílnum. Nærstaddir byrjuðu fljótlega að taka myndbönd af logandi bílnum.

Hér brennur bíll Popov.

 

 

 

 

 

 

 

 

Sem sagt tvö morð á svipuðum tíma og tvær ólíkar aðferðir.

Gæti í sjálfu sér verið tilviljun ein og kannski var þetta helber tilviljun en ákveðnar efasemdir læðast að fólki um það þegar litið er til þess að mennirnir tveir áttu eitt og annað sameiginlegt.

Maðurinn sem var skotinn hét Illia Kiva. Hann var 46 ára úkraínskur stjórnmálamaður. Hann bauð sig fram til forseta 2019 og var þingmaður á úkraínska þinginu þar til 22. febrúar 2022. Í byrjun febrúar 2022 fór hann til Spánar og þegar Vladímír Pútín sendi her sinn inn í Rússland fylgdist Kiva með frá útlöndum. Strax á fyrsta degi innrásarinnar gerði hann umheiminum ljóst að hann studdi Rússa. „Í dag er landið mitt bundið og þvingað niður á hnén af Vesturlöndum, gegnsýrt af nasisma og án framtíðar. Úkraína hefur þörf fyrir hjálp. Það þarf að frelsa úkraínsku þjóðina,“ sagði hann í myndskilaboðum sem hann sendi úkraínsku þjóðinni.

Illia Kiva

 

 

 

 

 

 

Skömmu eftir þetta var hann rekinn af þingi og sakfelldur fyrir landráð. Hann gat ekki snúið aftur heim og því skrifaði hann persónulegt bréf til Pútíns og bað um hæli. Það fékk hann og hélt sig í Rússlandi fram á hinstu stund. Hann studdi Rússa af krafti og lét mikið að sér kveða á samfélagsmiðlum.

Til dæmis hvatti hann í apríl á síðasta ári Pútín til að beita kjarnorkuvopnum gegn Úkraínu, fyrr á þessu ári sagði hann úkraínska gyðinga vera nasista og í síðustu færslu hans, áður en hann var skotinn, birti hann mynd af Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, hangandi í snöru á jólatré.

Þetta síðasta myndin sem Kiva birti á samfélagsmiðlum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En Kiva deildi engum upplýsingum um dvalarstað sinn með fylgjendum sínum. Í þeim myndböndum, sem hann birti á Telegram, gætti hann þess alltaf að bakgrunnurinn kæmi ekki upp um hann. Síðustu mánuðina voru oft lágvaxin tré í bakgrunninum.

Illia Kiva var oft með tré í bakgrunninum.

 

 

 

 

 

 

En þrátt fyrir að hann væri varkár tókst óvinum hans að finna hann og svo virðist sem hann hafi verið skotinn til bana í skóginum þar sem hann tók myndböndin upp.

Illia Kiva var varkár en það dugði ekki til.

 

 

 

 

 

 

Heimildarmaður innan lögreglunnar sagði að Kiva hafi búið á hótelinu í tvo og hálfan mánuð og að garðurinn, þar sem hann var skotinn, sé girtur af með fimm metra hárri girðingu.

Maðurinn sem var í bílnum sem sprakk hét Oleg Popov og var 51 árs þingmaður á þinginu sem Rússar hafa sett á laggirnar í Luhansk. Rússneska fréttastofan RIA segir að Popov hafi verið formaður nefndar sem fer með öryggismál, varnarmál og réttindi borgaranna á hernumdu svæðunum.

Svona leit bíll Popov út eftir sprenginguna og eldinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Popov og Kiva áttu það sameiginlegt að vera bandamenn Pútíns og óvinir Úkraínu. Þess utan eiga þeir það nú sameiginlegt að hafa verið myrtir 6. desember en dagurinn er nánast helgidagur í Úkraínu því hann er tileinkaður her landsins.

Á miðvikudagskvöldið kom talsmaður úkraínska hersins fram í sjónvarpi og lét ummæli falla sem má túlka sem svo að úkraínska leyniþjónustan hafi myrt Kiva. „Við getum staðfest að Kiva er hér ekki lengur. Allir föðurlandssvikarar og handlangarar Pútíns munu líða sömu örlög,“ sagði talsmaðurinn sem bætti því við að Kiva væri „eitt mesta fíflið“ og að dauði hann væri réttlátur.

Kyiv Post segir að samkvæmt heimildum innan úr úkraínsku leyniþjónustunni þá hafi hún myrt Popov. Er hann sagður hafa verið „lögmætt skotmark því hann hafi verið í fararbroddi fyrir rússneskar hersveitir og hafi drepið Úkraínumenn“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Skemmdarverk unnin í nótt: Franska lestarkerfið lamað rétt áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram

Skemmdarverk unnin í nótt: Franska lestarkerfið lamað rétt áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tilkynnt um ungan dreng með hníf við Hagkaup í Skeifunni

Tilkynnt um ungan dreng með hníf við Hagkaup í Skeifunni
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“
Fréttir
Í gær

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hjólreiðamann sem féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hjólreiðamann sem féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjársöfnun hafin til stuðnings fjölskyldu Sigurðar – Tvö fötluð börn hans þurfa mikla ummönnun

Fjársöfnun hafin til stuðnings fjölskyldu Sigurðar – Tvö fötluð börn hans þurfa mikla ummönnun