fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Fréttir

Vinnumálastofnun innleiðir Bara tala

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. desember 2023 13:43

Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, og Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala sýna áhugasömum viðskiptavini Bara tala forritið. Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinnumálastofnun hefur hafið innleiðingu á stafræna íslenskukennaranum Bara tala hjá Akademias. Fólk í atvinnuleit af erlendum uppruna,  þar með talið flóttafólk,  á nú kost á að fá aðgang að Bara tala í gegnum Vinnumálastofnun, eins og segir í fréttatilkynningu. 

,,Við erum himinlifandi með þennan áfanga, við vitum að skortur á aðgengi að tungumálinu getur leitt af sér mismunun og til útilokunar á vinnumarkaði. Það er því fagnaðarefni að Vinnumálastofnun ætlar að hefja innleiðingarferli á íslenskukennslu lausninni. Sérstaklega þar sem verið er að kalla eftir stórátaki í íslenskukennslu eftir slæmar niðurstöður úr nýjustu Pisa könnuninni þar sem kom fram að lesskilningur barna á Íslandi er mun verri en jafnaldra þeirra í OECD ríkjunum. Það þarf að bæta stöðu íslenskunnar bæði í skólakerfinu okkar en einnig heima fyrir og á vinnumarkaði,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala hjá Akademias.

Menntatækni lausnin inniheldur yfir 60 grunn námskeið í íslensku auk fagorðaforða fyrir flestar starfsstéttir. Námskeiðin innihalda yfir þúsund orð og setningar en rannsóknir sýna að með því að læra þúsund orð í erlendu tungumáli getur maður skilið um 75% af samtölum. Lausnin er ætluð til þess að hjálpa fólki af erlendum uppruna við að aðlagast samfélaginu og aðstoða þau í hversdagslegum aðstæðum eins og að fara á heilsugæslu, panta sér kaffi, sækja barnið sitt á leikskóla en að auki koma námskeið inn jafnóðum eins og til dæmis um íslensku jólin, handboltann í janúar eða Júróvísjón næsta vor.

,,Það hefur verið markmið okkar frá upphafi að öllum einstaklingum af erlendum uppruna verði veittur aðgangur að menntatækni lausninni Bara tala. Nú þegar eru tugir vinnustaða byrjaðir að sjá mikinn árangur með tungumálakennslunni svo við höfum mikið til að gleðjast yfir. Umbreytingin á lífi starfsfólks sem kemur erlendis frá er svo stóri sigurinn. Þvert á allar atvinnugreinar þá á erlent starfsfólk sem fær framgang í starfi það sameiginlegt að þau komast inn í tungumálið. Það er lykillinn að betri störfum, hærri launum og fleiri tækifærum. Fjölskyldur þeirra eiga þannig færi á að bæta lífsgæði sín á Íslandi því tungumálið er lykillinn að samfélaginu,” segir Guðmundur Arnar, framkvæmdastjóri Akademias sem dreifir og þjónustar Bara tala.


Eyþór Ívar Jónsson, stofnandi Akademias, Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala og Guðmundur Arnar Guðmundsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Akademias
Mynd: Aðsend

Um Bara tala smáforritið:

Bara tala er stafrænn tungumálakennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni. Íslenskukennslu lausnin er fáanleg fyrir fyrirtæki og stofnanir hjá Akademías. Íslenskan er kennd í gegnum leik, með mikilli notkun hljóðs og mynda. Í Bara tala er lögð áhersla á samtöl og notendur geta æft sig í framsögn og fá endurgjöf í rauntíma. Frá því að fyrsta fyrirtækið, Dagar, keypti Bara tala nú í ágúst fyrir sitt starfsfólk hafa nú 20 fyrirtæki, 5 opinberar stofnanir og 5 sveitarfélög innleitt Bara tala. Boðið er upp á Grunn námskeið í íslensku og starfstengt íslenskunám.

Um Akademias:

Akademias er vettvangur fyrir menntun og þjálfun framtíðarinnar. Akademias vinnur með einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum til þess að efla þekkingu, hugvit og færni með það að markmiði að skapa verðmæti. Akademias hjálpar yfir 100 íslenskum vinnustöðum að ná árangri með rafrænni fræðslu. Allt starfsfólk vinnustaðar fær aðgang að fræðslu og fræðslu lausnum eftir þörfum og óskum, bæði til að mæta skyldufræðslu en jafnframt til að styrkja og þróa starfsfólk í núverandi starfi og fyrir tækifæri framtíðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram