fbpx
Fimmtudagur 29.febrúar 2024
Fréttir

Þórdís Kolbrún og öll fjölskyldan þagði yfir einstakri gjöf sem grætti móður hennar – „Held að mað­ur eigi aldrei eft­ir að upp­lifa þetta aft­ur“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. desember 2023 16:30

Mæðgurnar Fjóla og Þórdís Kolbrún Mynd: SOS barnaþorpin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afar sjaldgæft er, og jafnvel einsdæmi, að ráðherra mæti í viðtal ásamt foreldri sínu, en slíkt viðtal má nú lesa á vefsíðu SOS Barnaþorpanna. Mæðgurnar Fjóla Ásgeirsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra segja frá því á frjálslegan og skemmtilegan hátt hvernig opinber heimsókn Þórdísar sem utanríkisráðherra til Malaví í desember árið 2022 setti af stað atburðarrás innan fjölskyldunnar sem svo náði hámarki á aðfangadagskvöld það ár.

Viðtalið við mæðgurnar var tekið upp í ráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar sem vakti mikla athygli eins og DV greindi frá fyrir stuttu.

Sjá einnig: Þórdís Kolbrún skúrar gólfið með virkum í athugasemdum – „Takk fyrir hlýja kveðju“

Fyrir ári var Þórdís stödd í Malaví að endurnýja samning Íslands og Malaví í þróunarsamvinnu og heimsótti þar meðal annars SOS barnaþorp í höfuðborginni Lilongve. Sagt var frá þessari heimsókn í fjölmiðlum á Íslandi og var móðir Þórdísar, Fjóla, stödd heima á Akra­nesi þegar hún las fréttirnar.  Fjóla vissi að dótt­ir sín væri að fara til Mala­ví en hafði ekki hug­mynd um að heim­sókn í þetta barna­þorp væri á dag­skrá. Fjóla hef­ur ver­ið SOS-for­eldri stúlku í þessu barna­þorpi síð­an 2012 og áttaði hún sig strax á að dóttir sín hefði verið í barnaþorpinu þar sem styrktarbarn Fjólu býr.  

„Ekki fyrr en ég sá í fjöl­miðl­um hvar hún var stödd. Og þá bara, vá, þetta er þar sem stúlk­an mín er. Þannig að ég sendi bara all­ar upp­lýs­ing­ar í SMS og svo fæ ég bara svar­ið; ó, ég sem var þar í gær,“ seg­ir Fjóla sem spurði svo hvort Þór­dís gæti ekki far­ið aft­ur í barna­þorp­ið, en Þórdís hafði ekki haft hugmynd um að styrktarbarn móður hennar byggi þar fyrr en hún las skilaboðin frá móður sinni. 

Þór­dísi tókst að gera sér ferð aft­ur í barna­þorp­ið til að hitta stúlk­una og sagði móður sinni ekki frá þessari seinni heimsókn. 

„Það var þétt dag­skrá þessa daga sem við vor­um í Mala­ví en Inga Hrefna að­stoð­ar­mað­ur minn, geng­ur al­mennt kröft­ug­lega til verks og sagði bara: „Við leys­um þetta, við finn­um út úr þessu,“ rifjar Þór­dís sem hitti einnig tví­bura­syst­ur stúlkunnar sem einnig býr á sama heim­ili og á líka SOS-for­eldri á Ís­landi, á Skaga­strönd.

Þórdís Kolbrún ásamt tvíburasystrunum í SOS barnaþorpinu í Lilongve. Styrktardóttir Fjólu er í miðjunni. Systir hennar á líka SOS-foreldri á Íslandi, nánar tiltekið á Skagaströnd.

„Þær eru ótrú­lega ólík­ar týp­ur. Syst­ir henn­ar er mjög opin og frökk og ætl­ar að verða hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, geng­ur um í kjól­um og hæl­um, á með­an stelp­an henn­ar mömmu er mjög hlé­dræg. Ég ákvað að segja mömmu ekki frá því að ég hefði far­ið aft­ur. Ég lét taka mynd­ir af okk­ur og sýndi henni mynd­ir af mömmu og fjöl­skyld­unni.“

Þórdís Kolbrún sýndi systrunum fjölskyldumyndir frá Íslandi.

Hélt mynd­inni leyndri fram á að­fanga­dags­kvöld

Þór­dís sá þarna tækifæri til að gefa mömmu sinni frum­lega og ógleym­an­lega jóla­gjöf. Mynd af sér með stúlk­unni sem Fjóla styrk­ir. Þessu tókst Þór­dísi að halda leyndu fyr­ir móð­ur sinni þar til á að­fanga­dags­kvöld en þá vissi öll fjöl­skyld­an af því hvað leynd­ist í litl­um pakka sem Fjóla opn­aði. All­ir ið­uðu af eft­ir­vænt­ingu.

„Það var mik­ill spenn­ing­ur, þetta var að­al­gjöf­in,“ seg­ir Þór­dís en Fjóla gerði sér ekki strax grein fyr­ir því að styrkt­ar­barn­ið henn­ar til síð­ustu tíu ára væri á mynd­inni með Þór­dísi.

„Hún hélt fyrst að þetta væri bara minja­grip­ur frá Mala­ví og var rosa­lega ánægð með það. Pabbi sit­ur við borð­stofu­borð­ið og spyr hvort þetta sé ekki stelp­an á ís­skápn­um, því hún er með mynd af henni þar.“ Því tók Fjóla ekki trú­an­lega fyrr en Þór­dís stað­festi það og eft­ir að hafa bor­ið mynd­irn­ar sam­an var hún sann­færð og nærstadd­ir tár­uð­ust.

„Þá lít ég á tengda­mömmu sem sit­ur í horn­inu og það eru kom­in tár, og mamma fékk gæsa­húð,“ seg­ir Þór­dís og Fjóla tek­ur hlæj­andi und­ir. „Þetta er ekki gjöf sem þú býst við. Mað­ur bara klökkn­aði. Ég held að mað­ur eigi aldrei eft­ir að upp­lifa þetta aft­ur,“ seg­ir Fjóla sem hef­ur fylgst með upp­vexti stúlk­unn­ar í 11 ár en hún er 14 ára í dag.

Fjóla seg­ist einnig hafa glaðst sér­stak­lega yfir því að geta slökkt í efa­semdarödd­um fólks sem treysti því ekki að fram­lög Fjólu væru að fara á rétt­an stað. „Það er oft sem ég fæ að heyra, hvað ertu að þessu, þú veist aldrei hvort þetta skil­ar sér eða ekki. Núna get ég sko al­deil­is sagt þeim því mér hefði aldrei dott­ið í hug að ég fengi svona rosa­lega sönn­un fyr­ir því að þetta er að skila sér,“ seg­ir Fjóla og Þór­dís rifjar hlæj­andi upp um­mæli móð­ur sinn­ar. „Það er ein­mitt það sem hún sagði: „Nú skal ég sko segja þeim það.““

Jólagjöfin umtalaða.
Mynd: SOS barnaþorpin

Fékk oft að heyra að hún væri ekki ís­lensk

Fjóla minn­ist þess glott­andi að þeg­ar hún var lít­ið barn hafi hún ver­ið mjög dökk á hör­und, ólíkt öðr­um ís­lensk­um börn­um á þeim tíma. „Í þá daga var ekki mik­ið af út­lend­ing­um á Ís­landi. Ég fékk oft að heyra að ég væri ekki ís­lensk, hvað­an pabbi minn væri og ég væri eitt­hvað svona… barn,“ seg­ir Fjóla. Þeg­ar hún svo byrj­aði að styrkja þriggja ára gamla stúlk­una í SOS barna­þorp­inu í Mala­ví fékk hún mynd af henni og þá hafi syst­ur henn­ar gant­ast með lík­ind­in. „Þetta gæti bara ver­ið þú þeg­ar þú varst lít­il,“ hef­ur Fjóla skellihlæjandi eft­ir systr­um sín­um.

Styrk­ir sjálf barn í Perú

Sjálf hef­ur Þór­dís styrkt börn í SOS barna­þorp­um í Suð­ur Am­er­íku frá ár­inu 2015. „Mað­ur­inn minn var skipt­inemi í Parag­væ þannig að ég stakk upp á því að við mynd­um styðja við barn þar,“ seg­ir Þór­dís, sem vildi fara að for­dæmi móð­ur sinn­ar og láta gott af sér leiða. Síð­ar þeg­ar það barn flutti úr barna­þorp­inu hafa þau hjón styrkt börn í Perú og gera enn­þá.

Að­spurð ját­ar Þór­dís því að sem ut­an­rík­is­ráð­herra heyri hún ein­hverja Ís­lend­inga halda því fram að við ætt­um fyrst að hjálpa bág­stödd­um hér á landi áður en við hjálp­um er­lend­is. „Líf­ið er flók­ið, verk­efn­in klár­ast aldrei. Það klár­ast aldrei að bæta lífs­kjör fólks. Það eru alltaf sam­fé­lags­leg vanda­mál í öll­um sam­fé­lög­um. Þú upp­ræt­ir þau ekki. Þú ger­ir það held­ur ekki þó þú hætt­ir að taka þátt í þró­un­ar­sam­vinnu.“

„Þú færð enga ham­ingju út úr líf­inu nema þú gef­ir eitt­hvað af sjálf­um þér,“ bætir Fjóla við.

Ef lesendur hafa áhuga á að verða SOS foreldri og styrkja barn má lesa betur um það hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Veitinga- og athafnamaður á skilorði vegna skattsvika og fékk 87 milljón króna reikning frá ríkissjóð

Veitinga- og athafnamaður á skilorði vegna skattsvika og fékk 87 milljón króna reikning frá ríkissjóð
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Óvæntur starfsmannafundur til að tilkynna um sameiningu – 14 sagt upp störfum

Óvæntur starfsmannafundur til að tilkynna um sameiningu – 14 sagt upp störfum
Fréttir
Í gær

Maður á jeppa elti móður og dóttur í Grafarvogi – „Hann rífur í mig og lemur mig í bringuna“

Maður á jeppa elti móður og dóttur í Grafarvogi – „Hann rífur í mig og lemur mig í bringuna“
Fréttir
Í gær

Þjóðskrá segir Önnu og Gunnlaug geta ekki átt lögheimili á Íslandi – „Það er í alvöru hægt að „henda okkur úr landi““

Þjóðskrá segir Önnu og Gunnlaug geta ekki átt lögheimili á Íslandi – „Það er í alvöru hægt að „henda okkur úr landi““
Fréttir
Í gær

Kona trylltist fyrir utan Egilshöll

Kona trylltist fyrir utan Egilshöll
Fréttir
Í gær

Þorsteinn harmar leigubílafrumvarpið – „Þessa þróun þarf að stöðva strax“

Þorsteinn harmar leigubílafrumvarpið – „Þessa þróun þarf að stöðva strax“
Fréttir
Í gær

Stefnir Disney World eftir voveiflegt dauðsfall eiginkonu sinnar

Stefnir Disney World eftir voveiflegt dauðsfall eiginkonu sinnar
Fréttir
Í gær

Dularfulla hljómplötusendingin frá Þýskalandi – Kona og karl sakfelld

Dularfulla hljómplötusendingin frá Þýskalandi – Kona og karl sakfelld