fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Innanríkisráðherra Bretlands í vanda eftir að hafa grínast með nauðgunarlyf

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. desember 2023 16:30

James Cleverly, innanríkisráðherra Bretlands. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innanríkisráðherra Bretlands, James Cleverly, hefur beðist formlega afsökunar á brandara sem hann lét falla á dögunum í mótttöku í Downingstræti 10 fyrr í mánuðinum. Fyrir framan hóp kvenna grínaðist Cleverly með að lykillinn af farsælu hjónabandi hans væri að hann héldi eiginkonu sinni slævðri með Rohypnol-nauðgunarlyfinu til þess að hún áttaði sig ekki á því að það væru álitlegri karlmenn í boði en hann. „Það er ekki ólöglegt ef það er bara smávegis,“ sagði Cleverly.

Breska slúðurblaðið The Sun greindi frá brandaranum sem að fór ekki vel ofan í gesti móttökunnar né heldur fulltrúa ýmissa samtaka sem náðu ekki upp í nef sér af hneykslun. Sérstaklega í ljósi þess að sama dag hefði Cleverly blásið til átaks til þess að stemma stigu við aukningu þess að lyfjum sé lætt í drykki á skemmtistöðum.

Í yfirlýsingu frá Cleverly kom fram að um einkasamtal hefði verið að ræða og að brandarinn hafi átt að vera kaldhæðinn. Það komst ekki til skila og á því biðist hann afsökunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin