fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Úkraínumenn viðurkenna að aðferð Rússa virki – En hún er dýrkeypt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. desember 2023 06:30

Rússneskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski herinn viðurkennir að aðferð Rússa virki og að þeir hafi á síðustu tveimur mánuðum náð að sækja fram um einn og hálfan til tvo kílómetra á sumum vígstöðvum í suðausturhluta landsins.

Oleksandr Sjtupun, talsmaður úkraínska hersins, sagði á miðvikudaginn að frá 10. október hafi Rússar látið mjög að sér kveða og náð að sækja fram um hálfan annan til tvo kílómetra á sumum stöðum.

„En þetta er þeim dýrkeypt,“ sagði hann um sókn Rússa, sérstaklega í Avdiivka sem er nærri borginni Donetsk. Þar á hann við um mannfall Rússa en það er sagt vera gríðarlega mikið.

Hann viðurkennir að Rússar hafi yfirburði þegar kemur að fjölda hermanna.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) segir að Rússar hafi sent mikinn fjölda hermanna og brynvarinna ökutækja til svæðisins.

Hið mikla mannfall Rússa hefur heldur ekki farið framhjá hugveitunni og mörgum öðrum.

ISW segir að Rússar hafi náð að sækja fram og eigi Úkraínumenn í vök að verjast í Avdiivka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“
Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“