fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Þýski varnarmálaráðherrann varar NATO við Pútín – „Við höfum fimm til átta ár“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. desember 2023 18:00

Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikil hætta á að Rússar ráðist á Vesturlönd og þau hafa aðeins nokkur ár til að koma í veg fyrir slíka árás.

Þetta segir Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, að sögn Welt am Sonntag.

„Pútín er þessa dagana að auka vopnaframleiðslu Rússlands mjög mikið. Um rúmlega 60%. Það er gríðarleg þörf fyrir að NATO bregðist við þessu og auki sína framleiðslu. Við höfum um fimm til átta ár til að undirbúa okkur hernaðarlega, í iðnaðinum og samfélagið sem heild,“ sagði ráðherrann.

Hann telur að öll Vesturlönd geti lent í eldlínunni. „Við verðum að taka hótanir hans í garð Eystrasaltsríkjanna, Georgíu og Moldóvu mjög alvarlega. Þetta er ekki bara orðaskak. Mikil hætta getur beðið okkar allra í lok þessa áratugs,“ sagði hann.

Hann sagðist ekki telja að ógnin, sem stafar af Pútín, sé tekin nógu alvarlega: „Margir hafa ekki enn skilið hversu mikil hættan er. Stundum hef ég á tilfinningunni að það sé víðsfjarri því að allir hafi áttað sig á að við verðum að gera meira fyrir öryggi okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin