Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, hefur nú lifað 46 eldgos á ævi sinni eftir að eldgos hófst í Sundhnúkagígum á mánudagskvöld.
Páll varð hundrað ára gamall í sumar en árið sem hann fæddist, 1923, gaus í Öskju og Grímsvötnum.
Páll rifjað upp á Facebook-síðu sinni að hann hefði orðið vitni að 36 eldgosum á 20. öld og eftir að eldgosið í Sundhnúkagígum hófst séu þau orðin 10 á þessari öld.
„Flest eldgosin hafa orðið í Grímsvötnum eða 12 talsins, Kröflueldar teljast níu, Hekla hefur gosið 5 sinnum og Askja 4 sinnum.“