fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Þetta fékkst fyrir 20.000 krónur í matvöruversluninni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. desember 2023 04:33

Það fékkst eitt og annað fyrir 20.000 krónur. Mynd:Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega skýrði DV frá verslunarferð Ágústu Kolbrúnar sem fór og verslaði í matinn fyrir fjölskylduna. Vakti fréttin mikla athygli enda verður að segjast að það sem Ágústa Kolbrún fékk fyrir 6.019 krónur var ekki mikið.

Ágústa Kolbrún fékk lítið í matarkörfuna fyrir 6 þúsund krónur – „Guð blessi Ísland segi ég nú bara!“

Þessi frétt vakti athygli út fyrir landsteinana og fékk DV sendar myndir af innkaupum Íslendings, sem býr í Sønderborg í Danmörku, sem fór að versla í matinn í stórmarkaði þar í bæ á laugardaginn. Er óhætt að segja að hann hafi fengið ansi mikið fyrir þær 20.000 krónur sem hann greiddi fyrir innkaup dagsins, svona að minnsta kosti ef miðað er við það sem Ágústa Kolbrún fékk fyrir 6.000 krónurnar. Útreikningurinn er miðaður við að hver dönsk króna kosti 20 íslenskar.

Tveir pakkar af gröfnum laxi voru meðal þess sem var keypt. Mynd:Aðsend

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innkaupin í Sønderborg kostuðu 1.003 danskar krónur en það svarar til um 20.000 íslenskra króna.

Meðal þess sem var keypt var: (Verðið er gefið upp í íslenskum krónum)

Nautahakk 1kg – 1.500 kr

Rjómi ½ ltr – 99 kr

Jólaöl 0,33 cl – 100 kr

Rauðkál heill haus – 240 kr

Iceberg heill haus – 190 kr

Sýrður rjómi 250gr – 199 kr

Franskbrauð 1kg – 639 kr

3,2 kg af kjúklingabringum – 3.560 kr

Mandarínur 5kg – 600 kr

Grafinn lax 450gr – 1.580 kr

Appelsínur 2kg – 500 kr

Hreint skyr 1kg – 459 kr

Túnfiskur í olíu – 218 kr

Rétt er að hafa í huga að tilboð voru á sumum vörum enda mjög virk samkeppni á danska matvörumarkaðnum. Eitthvað sem sumir segja að vanti algjörlega hér á landi.

Fullt af rjóma, skyr, 2 kg af appelsínum og 5 kg af mandarínum. Mynd:Aðsend

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvað færð þú fyrir 20.000 krónur í matvöruversluninni þinni?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“