fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Guðmundur Felix: „Sennilega búið að vera erfiðasta árið frá upphafi aðgerðarinnar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. desember 2023 13:30

Guðmundur Felix. Ljósmynd:Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk grædda á sig handleggi í ársbyrjun 2021, segir að árið sem er að líða hafi verið það erfiðasta síðan hann gekkst undir þessa flóknu og umfangsmiklu aðgerð.

Guðmundur var í viðtali við RÚV um helgina þar sem hann fór yfir stöðuna tveimur árum eftir aðgerðina.

„Þetta er sennilega búið að vera erfiðasta árið frá upphafi aðgerðarinnar,“ segir hann en fyrr á þessu ári var greint frá því að líkami hans hafi byrjað að hafna höndunum og segir Guðmundur að það sé eitthvað sem læknum hefur ekki alveg tekist að stoppa.

„Ég byrjaði í nýrri meðferð fyrir tveimur vikum síðan. Þá dæla þeir öllu blóðinu úr mér og setja í skilvindu. Þar lýsa þeir svo hvítu blóðkornin með útfjólubláu ljósi og dæla því svo aftur inn í mig,“ sagði hann í viðtalinu sem birt er á vef RÚV og kveðst vongóður.

„Ég held að með þessu séum við að verða búin að koma í veg fyrir höfnunina.“

Guðmundur Felix segir að framfarir gangi hægar en áður en góðu fréttirnar séu að þær sjáist enn.

„Það eru smá framfarir en það er búið að hægjast mikið á framförum. Það var langmesti hraðinn á þessu fyrstu tvö árin,“ sagði hann.

Viðtalið við Guðmund á vef RÚV en þar talar hann einnig um jólin og það sem er fram undan hjá honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn
Fréttir
Í gær

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru