fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Pútín segir að markmiðin með innrásinni í Úkraínu séu óbreytt – Friður kemst ekki á fyrr en markmiðin hafa náðst

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. desember 2023 07:30

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, tók upp gamlan sið í gær og mætti í sjónvarpssal til að svara spurningum áhorfenda. Hann hefur lengi haft þetta fyrir sið skömmu fyrir jól en gerði þetta þó ekki á síðasta ári.

Pútín sagði meðal annars að markmið Rússa með innrásinni í Úkraínu séu óbreytt og að friður komist ekki á í Úkraínu fyrr en þessi markmið nást.

Hann sagði að markmiðin séu enn að „afnasistavæða Úkraínu sem og að afvopna landið og gera það hlutlaust“.

„Friður næst þegar við náum markmiðum okkar,“ sagði hann.

Rússar vilja koma í veg fyrir að Úkraína gangi í NATO því ef landið fær aðild að NATO þýðir það að Vesturlönd verða að koma landinu til aðstoðar ef á það er ráðist.

Hvað varðar umfang hernaðaraðgerðanna í Úkraínu sagði hann að þar séu nú 617.000 hermenn, þar á meðal 244.000 varaliðsmenn, sem berjast á 2.000 km langri víglínu. Hann sagði að ekki sé nauðsynlegt að grípa til herkvaðningar því 1.500 karlar gangi til liðs við herinn daglega.

Hvað varðar gagnsókn Úkraínu á árinu sagði hann að hún „hefði mistekist á öllum vígstöðvum“.  Úkraínskir ráðamenn hafa játað að sóknin hafi ekki skilað tilætluðum árangri og að aðeins hafi náðst lítils háttar ávinningur nærri Kherson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Í gær

Hótelverðið fjórfaldaðist á fjórum árum – „Þetta svakalega verðlag er erfitt fyrir Íslendinga líka“

Hótelverðið fjórfaldaðist á fjórum árum – „Þetta svakalega verðlag er erfitt fyrir Íslendinga líka“
Fréttir
Í gær

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Situr uppi með 59 þúsund króna rukkanir vegna tveggja gjaldskyldra bílastæða – „Hvaða sturlun er komin í gang í þessum bílastæðamálum??“

Situr uppi með 59 þúsund króna rukkanir vegna tveggja gjaldskyldra bílastæða – „Hvaða sturlun er komin í gang í þessum bílastæðamálum??“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkurra ára rannsóknir að ákveðinn einstaklingur væri banamaður Geirfinns“

„Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkurra ára rannsóknir að ákveðinn einstaklingur væri banamaður Geirfinns“