fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Hugðu á hryðjuverk í Danmörku – Sex úrskurðuð í gæsluvarðhald

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. desember 2023 08:00

Danskur lögreglumaður við skyldustörf. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald í Kaupmannahöfn vegna gruns um að viðkomandi hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk í Danmörku. Þrennt var fært fyrir dómara í gærkvöldi og úrskurðað í gæsluvarðhald og þrír til viðbótar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald að sér fjarstöddum.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir saksóknara málsins, Anders Larsson, að enn gangi nokkrir grunaðir lausir. Þegar hann var spurður hvort fólkið væri í Danmörku eða erlendis sagði hann að hvoru tveggja eigi við.

Gæsluvarðhaldskrafan var tekin fyrir, fyrir luktum dyrum og því höfðu fjölmiðlar og almenningur ekki aðgang að dómsalnum á meðan. Því liggur lítið fyrir um málsatvik því leyniþjónustan og lögreglan, sem vinna saman að málinu, hafa haldið spilunum mjög þétt að sér.

Vitað er að 19 ára kona er meðal þeirra þriggja sem voru handtekin í gærmorgun en þau voru öll úrskurðuð í gæsluvarðhald.

Danskir fjölmiðlar segja að annar karlmaðurinn, sem var handtekinn í gær, sé á sextugsaldri og hafi verið áberandi í samfélagi innflytjenda og einnig hafi haft ákveðin tengsl við glæpasamtökin LTF en þau eru bönnuð í Danmörku. Þetta eru glæpasamtök innflytjenda, aðallega múslima.

Lögreglan sagði í gær að málið teygi anga sína til skipulagðra glæpasamtaka og nefndi þar LTF. Lögreglan sagði einnig á fréttamannafundi í gær að málið teygi sig til útlanda. Ekki var skýrt frá hvaða hvatir liggja að baki fyrirætlunum hinna grunuðu um að fremja hryðjuverk en talsmaður leyniþjónustunnar sagði að sérstök áhersla sé á að gæta öryggis stofnana og samkomustaða gyðinga í Danmörku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“