fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Lyfjafræðingur óttast faraldur: „Mörg­um er ávísað svo miklu magni að þeir geta selt hluta af því“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. desember 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Niclas Stefánsson lyfjafræðingur hefur áhyggjur af þróun mála hér á landi varðandi lyfið Elvanse. Stefán bendir á þetta í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Elvanse hefur verið talsvert í umræðunni hér á landi en mikill skortur hefur verið á lyfinu síðustu vikur. Lyfið hefur gefið góða raun við meðhöndlun á ADHD en ýmsir hafa bent á að mögulega séu of margir á lyfinu hér á landi. Til dæmis Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, sem sagði í samtali við Morgunblaðið í nóvember.

„Það er verið að setja fólk beint á þetta lyf, sem stríðir algerlega gegn verklagsreglum Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Þetta lyf er amfetamínafleiða, eins nálægt amfetamíni og ADHD-lyf verða.“

Getur snúist upp í andhverfu sína

Í grein sinni segir Stefán að Elvanse búi yfir ótvíræðum kostum og hafi gefið góða raun í skömmum upp að 70 mg.

„Nota­gildi þess bygg­ist á því að það sé notað á rétt­an hátt. Sé þess ekki gætt get­ur það hæg­lega snú­ist upp í and­hverfu sína,“ segir hann.

Hann bendir á að þó hámarksskammtur af lyfinu sé 70 mg virðist annað lögmál ríkja hér á landi.

„Hér hef­ur ríkt al­gjör villta-vest­urs-stemn­ing og fag­mennsk­an í mörg­um til­vik­um ekki setið í fyr­ir­rúmi. Þannig hafa sum­ir lækn­ar ein­sett sér að virða fyr­ir­mæli lyfja­fram­leiðand­ans um há­marks­skammt að vett­ugi. Með einkunn­ar­orðin „I did it my way“ að leiðarljósi hef­ur fólki verið ávísað marg­föld­um há­marks­skömmt­um af lyf­inu og því deilt út eins og smá­kök­um. Það er með ólík­ind­um að fá­ein­ir lækn­ar skuli ávísa lyf­inu í kol­röng­um skömmt­um sem reynst geta fólki skaðleg­ir.“

Skyndidauðsföll þegar þekkt

Stefán segir að Óttar Guðmundsson geðlæknir hafi nýlega bent á að fíklum í Krýsuvík væri ávísað allt að fjórföldum hámarksskammti og fíklarnir sjálfir fengju miklu um það ráðið.

„Meira að segja hjarta­sjúk­ling­um er ávísað risa­skömmt­um þris­var á dag þótt aðeins eigi að taka lyfið einu sinni á dag, að morgni. Auðvelt virðist vera að fá lyfja­skír­teini fyr­ir lyf­inu. Þótt lyfið sé ekki ætlað þeim sem eiga við fíkni­vanda að stríða hafa fjöl­marg­ir fíkl­ar, sem eru á ýms­um slævandi og at­hygl­is­skerðandi lyfj­um, fengið lyfja­skír­teini. Það er farið á svig við marg­ar aðvar­an­ir sem til­tekn­ar eru á fylgiseðlin­um. Það vek­ur því undr­un að Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands skuli niður­greiða marg­falda há­marks­skammta af lyf­inu sem eng­ar klín­ísk­ar rann­sókn­ir styðja og ógna meira að segja heilsu fólks. Þótt Elvanse hafi ekki verið mörg ár á markaði eru þegar þekkt skyndi­dauðsföll vegna ofskömmt­un­ar þess,“ segir Stefán í greininni.

Geta selt hluta af lyfinu

Hann segir að þó að aðeins sé leyfilegt að hafa einn lyfseðil fyrir lyfinu í tilteknum styrkleika í gáttinni séu oft fleiri lyfseðlar í sama styrk­leika sett­ir í gátt­ina og stund­um all­ir styrkleikar af lyf­inu.

„Svo reyn­ir fólk að leysa allt út. Yf­ir­leitt er ekki til­greint á lyf­seðli hver dag­leg­ur skammt­ur á að vera og oft­ast er ógern­ing­ur að ná sam­bandi við lækna til að inna þá eft­ir því. Mörg­um er ávísað svo miklu magni að þeir geta selt hluta af því,“ segir Stefán sem endar grein sína á þessum orðum:

„Þótt skort­ur sé á lyf­inu í flest­um lönd­um er ekki ýkja langt síðan nóg var til af Elvanse í land­inu, en það kláraðist á met­hraða, enda marg­ir með alla styrk­leika í gátt­inni og oft fleiri lyf­seðla af sama styrk­leika.

Hér stefn­ir í Elvanse-far­ald­ur ef fram fer sem horf­ir. Það er af­leitt þegar fólk sem ekki ætti að vera á lyf­inu sóp­ar til sín þeim pakkn­ing­um sem til lands­ins ber­ast á kostnað þeirra fjöl­mörgu sem nauðsyn­lega þurfa á lyf­inu að halda. Sérstaða Íslend­inga fel­ur ekki í sér að þeir þurfi að nota allt aðrar skammta­stærðir en tíðkast ann­ars staðar. Það er því brýnt að lyf­inu sé ekki ávísað í hærri skömmt­um en leyfi­legt er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sláandi vendingar í Air India-slysinu: „Við teljum að þetta hafi verið sjálfsvíg flugstjórans“

Sláandi vendingar í Air India-slysinu: „Við teljum að þetta hafi verið sjálfsvíg flugstjórans“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Í gær

Ísland á nafnið Iceland – Breska verslunarkeðjan tapaði

Ísland á nafnið Iceland – Breska verslunarkeðjan tapaði
Fréttir
Í gær

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“