fbpx
Föstudagur 08.desember 2023
Fréttir

Geðlæknir varar við: „Ef þessi þróun heldur áfram er ljóst að eitthvað er ekki eins og það á að vera“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. nóvember 2023 08:10

Karl Reynir Einarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef þessi þróun heldur áfram er ljóst að eitthvað er ekki eins og það á að vera,“ segir Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Hann segir að mögulega sé verið að ofmeðhöndla ADHD eða greina of marga. Hann segir við Morgunblaðið í dag að tímabært sé að staldra við og velta fyrir sér hvort við séum á réttri leið þegar kemur að því að meðhöndla og greina ADHD.

Bent er á það að mikill skortur hafi verið á ADHD-lyfinu Elvanse frá því í sumar og ekki sjái fyrir endann á þeim skorti. Rætt er við formann Lyfjafræðingafélags Íslands, Sigurbjörgu Sæunni Guðmundsdóttur, sem segir marga örvæntingarfulla vegna skortsins.

„Fólk er að koma í þvílíkri örvæntingu í apótekin og hringir viðstöðulaust. Ég veit um apótek sem tók símann tímabundið úr sambandi,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið.

Sjálf segist hún hafa fengið einn pakka í sitt apótek og hún hefði að líkindum getað selt hann 50 sinnum.

Hún setur spurningarmerki við að um sjö þúsund manns séu á þessu tiltekna ADHD-lyfi. „Það er verið að setja fólk beint á þetta lyf, sem stríðir algerlega gegn verklagsreglum Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Þetta lyf er amfetamínafleiða, eins nálægt amfetamíni og ADHD-lyf verða. Þetta er eins og að bjóða fólki með höfuðverk morfín í æð án þess að prófa íbúfen fyrst. Það virkar vel en er klárlega ofmeðhöndlun,“ segir Sigurbjörg við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Magnús Árni: „Er einhver sem vill reyna að halda því fram að þetta sé íslenskum almenningi í hag?“

Magnús Árni: „Er einhver sem vill reyna að halda því fram að þetta sé íslenskum almenningi í hag?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Pútín hefur í hótunum við annað ríki – „Munu að lokum standa frammi fyrir einhverju viðbjóðslegu“

Pútín hefur í hótunum við annað ríki – „Munu að lokum standa frammi fyrir einhverju viðbjóðslegu“
Fréttir
Í gær

Pisa-martröðin: Segja að samræmd próf séu svarið

Pisa-martröðin: Segja að samræmd próf séu svarið
Fréttir
Í gær

Hristi kynfæri sín fyrir framan konu

Hristi kynfæri sín fyrir framan konu
Fréttir
Í gær

Rússar reyna að hemja óánægju eiginkvenna hermanna

Rússar reyna að hemja óánægju eiginkvenna hermanna
Fréttir
Í gær

Zelenskyy með skýr skilaboð og varar Vesturlönd við

Zelenskyy með skýr skilaboð og varar Vesturlönd við
Fréttir
Í gær

Lýsa ógnvekjandi ferð með strætisvagni – „Æ oftar mega farþegar upplifa og verða vitni að hrikalegum dónaskap bílstjóra“

Lýsa ógnvekjandi ferð með strætisvagni – „Æ oftar mega farþegar upplifa og verða vitni að hrikalegum dónaskap bílstjóra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morðið í Drangahrauni

Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morðið í Drangahrauni