fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Þetta eru 25 mest skoðuðu síður Wikipedia árið 2023 

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. desember 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudag gaf vefsíðan Wikipedia út hvaða 25 síður voru mest skoðaðar árið 2023. Margt af þessu er örugglega eitthvað sem þú gúgglaðir og last upp á vef þeirra. Bara á þessu ári var enska Wikipedia með yfirþyrmandi 84 milljarða áhorf – og efstu tíu leitarorðin eru sem hér segir:

10) Pathaan með 19.932.509 flettingar: Indversk spennumynd sem kom úr í ár á hindí og fjallar um indverskan umboðsmann sem keppir við „dómsdagsklukku“. Myndin þénaði 128 milljónir dala á heimsvísu.

9) Indverska úrvalsdeildin 2023 með 20.694.974 flettingar: Twenty20 deild karla í krikket sem haldin er árlega á Indlandi. 

8) Jawan með 21.791.126 flettingar: Önnur spennumynd sem kom út í ár líka á hindí og fjallar um lestarrán. Myndina má finna á Netflix.

7) J. Robert Oppenheimer með 25.672.469 flettingar: Bandarískur eðlisfræðingur og forstöðumaður Manhattan Project’s Los Alamos Laboratory í seinni heimsstyrjöldinni, en um hann fjallar kvikmyndin Oppenheimer sem kom út í ár.

6) Heimsmeistaramótið í krikket með 25.961.417 flettingar: Alþjóðlegt eins dags meistaramót sem haldið er á fjögurra ára fresti. Ástralía vann í ár.

5) Oppenheimer með 28.348.248 flettingar: Kvikmynd leikstjórans Christopher Nolan um J. Robert Oppenheimer, leikinn af Cillian Murphy, sem kom út í ár.

4) Indverska úrvalsdeildin með 32.012.810 flettingar: Úrvalsdeildin í krikket.

3) Heimsmeistaramótið í krikket 2023

Síðan er með 38.171.653 flettingar: Krikket mun vera næstvinsælasta íþrótt í heimi, samkvæmt World Atlas.

2) Dauðsföll árið 2023

Síðan er með 42.666.860 flettingar og er samantekt á dauðsföllum þekktra einstaklinga á árinu, ársins og eins og ég er viss um að þú getur ímyndað þér er margt. Síðunni er raðað eftir mánuðum, síðan dögum og síðan einstaklingum undir hverjum dánardegi í stafrófsröð. Hver einstaklingur er með fullu nafni, aldri á dánardegi, þjóðerni, starfi og síðan innan sviga fæðingardegi og dánardegi.

1) ChatGPT

ChatGPT gervigreindin er aðeins ársgömul og  því skiljanlegt að margir vilja gúggla og lesa sér til um fyrirbærið. Síðan er með 49,490,406 flettingar.

Í sætum 11. – 25. eru síðan:

  1. The Last of Us (sjónvarpsþættir), 19,791,789
  2. Taylor Swift, 19,418,385
  3. Barbie (kvikmynd), 18,051,077
  4. Cristiano Ronaldo, 17,492,537
  5. Lionel Messi, 16,623,630
  6. Premier League, 16,604,669
  7. Matthew Perry, 16,454,666
  8. United States, 16,240,461
  9. Elon Musk, 14,370,395
  10.  Avatar: The Way of Water, 14,303,116
  11. India, 13,850,178
  12. Lisa Marie Presley, 13,764,007
  13. Guardians of the Galaxy Vol. 3, 13,392,917
  14. Russian invasion of Ukraine, 12,798,86623.Guardians of the Galaxy Vol. 3, 13,392,917
  15. Andrew Tate, 12,728,616
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt