fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

„Okk­ur finnst mjög varhuga­vert að af­nema Íslyk­il­inn að svo stöddu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. desember 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á meðan fólk get­ur ekki nýtt sér ra­f­ræn skil­ríki þá verður það að eiga kost á þjón­ustu og gögn­um um sín mál sem af­hent eru og það á rétt á hjá hinu op­in­bera með öðrum hætti. Okk­ur finnst mjög varhuga­vert að af­nema Íslyk­il­inn að svo stöddu, meðan ekki er búið að finna lausn­ina á þess­um vanda.“

Þetta segir Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri hjá Öryrkjabandalagi Íslands, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Stefnt er að því að hætta notkun Íslykilsins um áramótin en fjölmargir hafa notað hann til auðkenningar í gegnum árin, einkum þeir sem ekki hafa rafræn skilríki.

Öryrkjabandalagið hefur áhyggjur af stöðunni en eins og Stefán bendir á í samtali við Morgunblaðið eru dæmi þess að einstaklingar fái ekki rafræn skilríki til afnota vegna fötlunar sinnar.

„Við höf­um áhyggj­ur af þessu og höf­um haft áhyggj­ur af af­drif­um Íslyk­ils­ins um langa hríð vegna þess að þetta er auðkenn­ing sem hef­ur hentað mörg­um vel,“ segir Stefán meðal annars. Bendir hann á að allt aðrar öryggiskröfur fylgi notkun rafrænna skilríkja og þau séu mun flóknari í framkvæmd en Íslykillinn – þau séu raunar útilokandi fyrir marga.

„Eins og hef­ur verið í umræðunni þá eru marg­ir sem ein­fald­lega fá ekki ra­f­ræn skil­ríki til af­nota vegna fötl­un­ar sinn­ar. Svo eru aðrir sem fá þau en ráða ekki við að nota þau af ýms­um ástæðum. Meðan svo er, og ekki er hægt að tryggja að fólk geti nýtt sér ra­f­ræn skil­ríki, þá verður að tryggja aðgang að þjón­ustu og rétt­ind­um með öðrum hætti,“ segir Stefán við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“
Fréttir
Í gær

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás