fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Gunnar Smári birtir lýsandi mynd úr PISA-könnuninni: „Þessi mynd er af börnum kommaso-þjóðarinnar“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. desember 2023 08:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Alltaf gaman að vinna Dani. En kannski ættum við að leggja áherslu á menningu og samfélag til jafns við íþróttir,“ segir Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn af stofnendum Sósíalistaflokksins.

Gunnar Smári birti mynd úr PISA-könnuninni á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og má kannski segja að hún sé nokkuð lýsandi fyrir íslenska þjóð.

Á myndinni, sem var að finna í glærukynningu þar sem niðurstöðurnar voru kynntar, sést að íslenskir nemendur skora hærra en jafnaldrar sínir annars staðar þegar kemur að þrautseigju og streituþoli.

Í PISA-könnuninni er þrautseigja skilgreind með þessum orðum: „Hæfni til þess að leiða hjá sér truflun og einbeita sér að fyrirliggjandi verkefni þar til því er lokið.“

Og streituþol er skilgreint með þessum orðum: „Hefur stjórn á kvíða og getur leyst vandamál á yfirvegaðan hátt. Vinnur vel undir álagi.“

En þegar kemur að samkennd og samvinnu skora íslensk ungmenni lægra en jafnaldrar sínir í öðrum löndum.

Gunnar Smári segir á Facebook-síðu sinni um myndina:

„Þessi mynd úr Pisa-könnuninni er af börnum kommaso-þjóðarinnar, sem vill sýna hörku og ákveðni en er að umbreytast í sálar- og hjartalausa plebba upptekna af samkeppni í stað samkenndar. Fólk sem vill sigra aðra en ekki vinna með þeim. Það er eins og íslensk samfélagsvitund sé að hrynja niður á stig Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð
Fréttir
Í gær

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“