fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

„Þótt ís­lensk­ir ráðamenn taki af mér sjálfs­virðing­una og reisn­ina þá munu þeir ekki taka tungu­málið frá mér“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. desember 2023 07:31

Elísabet Jökulsdóttir Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur hefur biðlað til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að stíga fram og bjargi tveimur palestínskum drengjum sem á að vísa úr landi.

Fjallað hefur verið um mál drengjanna, Yazan og Sameer, í fjölmiðlum hér á landi síðustu daga.

Drengirnir eru frændur, búsettir í öryggi hjá íslenskum fjölskyldum hér á landi en hafa eðli málsins samkvæmt miklar áhyggjur af ættingjum sínum sem dvelja enn á Gasa-svæðinu. Drengirnir eiga að óbreyttu von á því að verða sendir úr landi þar sem þeir hafa fengið neitun um vernd.

Elísabet skrifar stutta grein um málið í Morgunblaðið í dag þar sem hún lýsir óánægju sinni.

„Stefna í út­lend­inga­mál­um nær nýj­um hæðum í ömurð og fá­rán­leika, eins og vin­kona mín sagði á Feisbúkk. Sam­fé­lags­miðlar loga nú sem aldrei fyrr enda geri ég þá kröfu að Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra stígi fram og út­skýri þetta mál því það botn­ar eng­inn í því, sama og upp var á ten­ingn­um með Hussein og fjöl­skyldu hans. Ég krefst þess að hún stígi fram og út­skýri þetta mál, ég krefst þess að hún bjargi drengj­un­um.“

Elísabet hefur miklar áhyggjur af því sem kann að bíða drengjanna sem eru aðeins 12 og 14 ára gamlir.

„Í Grikklandi bíður þeirra ekk­ert nema vændi og eit­ur­lyfja­neysla – ef þeir eru heppn­ir! Van­mátt­ur minn í þessi máli er slík­ur að hann minn­ir á van­mátt­inn gagn­vart stríðinu á Gasa. En ég ætla að opna munn­inn. Þótt ís­lensk­ir ráðamenn taki af mér sjálfs­virðing­una og reisn­ina þá munu þeir ekki taka tungu­málið frá mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar
Fréttir
Í gær

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós