fbpx
Laugardagur 24.febrúar 2024
Fréttir

Pútín sendir hermenn í stríðum straumum beint út í opinn dauðann

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 21:00

Hvað ætlar Pútín sér? Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hertu í gær árásir sínar á úkraínska bæinn Avdiivka sem er í austurhluta Úkraínu. Þeir hafa sótt að bænum síðustu vikur og reyna nú hvað þeir geta til að ná honum á sitt vald fyrir áramót. Þeir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli í orustunni um bæinn og er óhætt að segja að Pútín sendi hermenn sína út í opinn dauðann á þessum slóðum.

Breska varnarmálaráðuneytið segir að mannfall Rússa við bæinn sé líklega það mesta í nokkurri orustu í stríðinu til þessa.

Rússar hafa nánast umkringt bæinn og lætur stórskotalið þeirra skotum rigna yfir bæinn. Óstaðfestar fregnir herma að á móti hverjum einum úkraínskum hermanni sem falli við bæinn þá falli tuttugu rússneskir. Talsmaður Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseta, sagði nýlega að Rússar hafi ótakmarkaðan fjölda af hermönnum sem þeir noti miskunnarlaust til að senda mannlegar árásarbylgjur fram á vígvellinum.

Rússar gangsettu í síðasta mánuði nýja tilraun til að ná bænum úr höndum úkraínskra hersveita. Þeir hafa náð að sækja aðeins fram en tap þeirra er gríðarlegt, bæði mælt í mannslífum og búnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Guðrún á von á verulegri fækkun hælisleitenda – „Kannski 500 á ári“

Guðrún á von á verulegri fækkun hælisleitenda – „Kannski 500 á ári“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hafa náð sátt um forsenduákvæðin

Hafa náð sátt um forsenduákvæðin
Fréttir
Í gær

Fyrrum framkvæmdastjóri Píeta segir þörf á löggjöf um frjáls félagasamtök – „Syngja oft hin fínustu félög sitt síðasta eða missa sjarmann“

Fyrrum framkvæmdastjóri Píeta segir þörf á löggjöf um frjáls félagasamtök – „Syngja oft hin fínustu félög sitt síðasta eða missa sjarmann“
Fréttir
Í gær

Banaslys á Djúpavogi – Ökumaður vinnuvélar sá ekki fram fyrir sig

Banaslys á Djúpavogi – Ökumaður vinnuvélar sá ekki fram fyrir sig
Fréttir
Í gær

Inga harðorð og segist vera einn fárra þingmanna sem viðurkennir þetta

Inga harðorð og segist vera einn fárra þingmanna sem viðurkennir þetta
Fréttir
Í gær

Segir líklegt að Rússar ráðist á Ísland komi til átaka: „Engar líkur á að Rússar myndu líta framhjá því“

Segir líklegt að Rússar ráðist á Ísland komi til átaka: „Engar líkur á að Rússar myndu líta framhjá því“