fbpx
Föstudagur 23.febrúar 2024
Fréttir

Bróðir Eddu Bjarkar segir hana verða framselda til Noregs

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 23:05

Edda Björk Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Björk Arnardóttir, sem flaug með einkaflugvél með þrjá syni sína til Íslands frá Noregi í marsmánuði árið 2022, verður framseld til Noregs, ef marka má tilkynningu frá bróður hennar, sem birtist á Facebook-síðu Eddu Bjarkar í kvöld.

Segir hann:

„Núna seint í kvöld var tekin ákvörðun um að senda systur mína, Eddu Björk Arnardóttur, út, það var gert rétt fyrir kl 22 og því ekki möguleiki fyrir hana að bregðast við.

Þetta er gert þrátt fyrir það að framsal hafi verið kært til landsréttar og að dómur þaðan sé ekki kominn!

Það á að læða íslenskum ríkisborgara úr landi.“

Barnsfaðir Eddu Bjarkar fer með forræði sonanna þriggja. Norskir og íslenskir dómstólar hafa úrskurðað að Eddu beri að afhenda synina föður þeirra í Noregi. Norsk yfirvöld hafa ennfremur ákært Eddu Björk fyrir brottnám drengjanna. Hennar virðast núna bíða réttarhöld í Noregi.

Samkvæmt skrifum vina og ættingja Eddu Bjarkar á Facebook-síðu hennar hefur héraðsdómur úrskurðað um framsal hennar til Noregs en málið hefur ekki komið til kasta Landsréttar. Engu að síður á að senda Eddu úr landi í nótt, samkvæmt ummælum vina og ættingja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Guðrún á von á verulegri fækkun hælisleitenda – „Kannski 500 á ári“

Guðrún á von á verulegri fækkun hælisleitenda – „Kannski 500 á ári“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hafa náð sátt um forsenduákvæðin

Hafa náð sátt um forsenduákvæðin
Fréttir
Í gær

Fyrrum framkvæmdastjóri Píeta segir þörf á löggjöf um frjáls félagasamtök – „Syngja oft hin fínustu félög sitt síðasta eða missa sjarmann“

Fyrrum framkvæmdastjóri Píeta segir þörf á löggjöf um frjáls félagasamtök – „Syngja oft hin fínustu félög sitt síðasta eða missa sjarmann“
Fréttir
Í gær

Banaslys á Djúpavogi – Ökumaður vinnuvélar sá ekki fram fyrir sig

Banaslys á Djúpavogi – Ökumaður vinnuvélar sá ekki fram fyrir sig
Fréttir
Í gær

Inga harðorð og segist vera einn fárra þingmanna sem viðurkennir þetta

Inga harðorð og segist vera einn fárra þingmanna sem viðurkennir þetta
Fréttir
Í gær

Segir líklegt að Rússar ráðist á Ísland komi til átaka: „Engar líkur á að Rússar myndu líta framhjá því“

Segir líklegt að Rússar ráðist á Ísland komi til átaka: „Engar líkur á að Rússar myndu líta framhjá því“