fbpx
Laugardagur 24.febrúar 2024
Fréttir

Allt brjálað eftir að Árni auglýsti eftir húsmæðraskólagenginni konu til starfa

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að auglýsing Árna Stefáns Árnasonar lögfræðings í fjölmennum Facebook-hópi hér á landi hafi vakið athygli í gær.

Auglýsing Árna, sem birtist í hópnum Vinna með litlum fyrirvara, var svona:

„Auglýsi eftir húsmæðraskólagenginni dömu frá Húsmæðraskóla Íslands (skilyrði) sem er 100% íslenskumælandi og gæti tekið að sér að sinna glæsilegu heimili á 250 fermetrum hvar búa 5 hundar, 5 kettir þrír arar, auk mín, sem fer mjög lítið fyrir. Ágæt laun í boði fyrir vandvirka, agaða og rétt menntaða dömu.“

Fjölmargir skrifuðu athugasemdir við færsluna en fæstir virtust þó áhugasamir um að taka að sér starfið sem Árni auglýsti.

„Af hverju sinnir þú ekki bara heimilisstörfunum sjálfur,“ spurði ein kona og svaraði önnur þá að bragði að hann hefði sennilega ekki rétta menntun. Árni svaraði sjálfur með þessum orðum: „Af því ég er getulaus….altso á því sviði.“

Önnur kona spurði hvers vegna konan þarf að vera húsmæðraskólagengin. „Ertu að segja að kona sem er ekki með þá menntun hafi þá ekki þekkingu til að sinna 250 fm heimili?“

Þessu svaraði Árni Stefán svona:

„Hún þarf að vera Húsmæðraskólagengin af því ég vil hafa það þannig. Ég hef ekki nokkra hugmynd um hvaða þekkingu kona sem er óskólagengin hefur til að bera, barasta ekki nokkra.“

Það voru samt þó nokkrir sem komu Árna til varnar og sáu ekkert athugavert við auglýsinguna. Í þeim hópi var útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann og uppskar athugasemd hans rúmlega 70 læk.

„Ég elska siðgæðisverðina hérna sem telja sig knúna til að skjóta á mann eða koma með athugasemdir yfir því að hann tilgreinir manneskju sem HANN vill og HANN ætlar að borga laun fyrir. Hann óskar eftir manneskju með ákveðinn bakgrunn sem hann treystir í þetta verkefni. Hann er í 100% rétti að óska eftir manneskju með ákveðna eiginleika og menntun og það er ekki ykkar að skjóta það niður. Voðalega eru margar smásálir hérna inni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðrún á von á verulegri fækkun hælisleitenda – „Kannski 500 á ári“

Guðrún á von á verulegri fækkun hælisleitenda – „Kannski 500 á ári“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hafa náð sátt um forsenduákvæðin

Hafa náð sátt um forsenduákvæðin
Fréttir
Í gær

Fyrrum framkvæmdastjóri Píeta segir þörf á löggjöf um frjáls félagasamtök – „Syngja oft hin fínustu félög sitt síðasta eða missa sjarmann“

Fyrrum framkvæmdastjóri Píeta segir þörf á löggjöf um frjáls félagasamtök – „Syngja oft hin fínustu félög sitt síðasta eða missa sjarmann“
Fréttir
Í gær

Banaslys á Djúpavogi – Ökumaður vinnuvélar sá ekki fram fyrir sig

Banaslys á Djúpavogi – Ökumaður vinnuvélar sá ekki fram fyrir sig
Fréttir
Í gær

Inga harðorð og segist vera einn fárra þingmanna sem viðurkennir þetta

Inga harðorð og segist vera einn fárra þingmanna sem viðurkennir þetta
Fréttir
Í gær

Segir líklegt að Rússar ráðist á Ísland komi til átaka: „Engar líkur á að Rússar myndu líta framhjá því“

Segir líklegt að Rússar ráðist á Ísland komi til átaka: „Engar líkur á að Rússar myndu líta framhjá því“