fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Pútín náðar mannætur og raðmorðingja

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, náðaði í síðustu viku þá Denis Gorin og Nikolay Ogolobyak sem geta nú gengið um götur sem frjálsir menn. Þeir voru náðaðir fyrir að hafa barist í Úkraínu. Óhætt er að segja að þeir félagar séu engir englar því báðir eru raðmorðingjar og mannætur.

BBC og The Moscow Times skýra frá þessu.

Gorin, sem er 44 ára, var dæmdur til 22 ára fangelsisvistar í hámarksöryggisfangelsi. Árið 2002 myrti hann mann með því að stinga hann rúmlega 50 sinnum. Því næst skar hann eyrun af líkinu og nokkrar sneiðar af líkamanum og borðaði. Hann var dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir þetta en var látinn laus 2010 vegna „góðrar hegðunar“.

Ekki leið á löngu þar til hann myrti aftur. Hann hlutaði líkið í sundur. Stóran hluta þess geymdi hann í ísskápnum sínum en restinni henti hann í á eina. Hann borðaði síðan kjötið. Líkamsleifarnar fundust 2017 og lenti Gorin þá aftur í fangelsi. Hann var einnig sakfelldur fyrir tvö morð til viðbótar en þau frömdu hann og bróðir hans í sameiningu.

Gorin liggur nú á sjúkrahúsi að sögn nágranna hans. Hann sagði að ekki væri um alvarlega áverka að ræða en í raun sé Gorin nú frjáls maður en hann sagðist ekki telja að svo verði lengi. „Ég held ekki að hann gangi frjáls lengi. Fjölskyldur fórnarlamba hans hafa ekki gleymt þessu,“ sagði nágranninn.

Nikolay Ogolobyak var einnig náðaður af Pútín. Hann er 33 ára og var dæmdur í 20 ára fangelsi 2012 fyrir að hafa í samvinnu við aðra myrt fjóra unglinga og hlutað þá í sundur og borðað. Þetta var hluti af djöfladýrkun morðingjanna.

Nikolay Ogolobyak

 

 

 

 

 

 

Þeir festu útlimi, hjörtu, bringur og kynfæri unglinganna á kross í tengslum við þetta.

Gorin og Ogolobyak eru meðal mörg þúsund nauðgara, morðingja, mannæta og annarra glæpamanna sem Pútín hefur náðað í verðlaunaskyni fyrir að þeir börðust í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin