fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Úkraínsk börn eru send til Belarús – Fá „enduruppeldi“ og hernaðarþjálfun

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 08:00

Úkraínsk stúlka í fangi föður síns.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðan Rússar réðust inn í Úkraínu á síðasta ári hafa rúmlega 2.440 úkraínsk börn verði send til Belarús þar sem þau hafa verið „enduruppalin“. Börnin eru á aldrinum sex til sautján ára. Þau voru tekin frá heimilum sínum og send til 13 mismunandi staða í Belarús. Þetta er hluti af „kerfisbundinni áætlun“ sem Rússar og Belarúsar sömdu um.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Yale School of Public Health. Þar segir að meðal þess sem sé innifalið í „enduruppeldinu“ sé hernaðarþjálfun. Skýrsluhöfundar segja að þessi meðferð á börnunum sé brot á alþjóðlegum samningum um mannréttindi.

Í skýrslunni kemur fram að Rússar hafi meðvitað leitað uppi börn sem búa við slæmar aðstæður. Þar á meðal fötluð börn, börn úr fátækum fjölskyldum eða sem eiga foreldra sem eru í hernum. Foreldrar þeirra gáfu ekki í öllum tilfellum samþykki fyrir þessum flutningum, að minnsta kosti ekki samþykki af fúsum og frjálsum vilja. Einnig hafa mörg börn einfaldlega verið tekin án þess að foreldrum þeirra hafi verið gert viðvart.

Einnig kemur fram að minnst 30 munaðarlaus börn hafi verið tekin og send til Belarús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“