Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Yale School of Public Health. Þar segir að meðal þess sem sé innifalið í „enduruppeldinu“ sé hernaðarþjálfun. Skýrsluhöfundar segja að þessi meðferð á börnunum sé brot á alþjóðlegum samningum um mannréttindi.
Í skýrslunni kemur fram að Rússar hafi meðvitað leitað uppi börn sem búa við slæmar aðstæður. Þar á meðal fötluð börn, börn úr fátækum fjölskyldum eða sem eiga foreldra sem eru í hernum. Foreldrar þeirra gáfu ekki í öllum tilfellum samþykki fyrir þessum flutningum, að minnsta kosti ekki samþykki af fúsum og frjálsum vilja. Einnig hafa mörg börn einfaldlega verið tekin án þess að foreldrum þeirra hafi verið gert viðvart.
Einnig kemur fram að minnst 30 munaðarlaus börn hafi verið tekin og send til Belarús.