Talsmaður hersins, Natalia Gumenjuk, sagði í samtali við úkraínska sjónvarpsstöð að ekki sé vitað með vissu hversu langt Rússarnir hafi verið hraktir frá ánni en það sé á bilinu þrír til átta kílómetrar miðað við núverandi stöðu, landfræði og landslagið vinstra meginn við Dnipro. Hún sagði einnig að Rússar geri enn stórskotaliðsárásir á hægri bakka árinnar. Hún sagðist telja að tugir þúsunda rússneskra hermanna séu á svæðinu.
Starfsmannastjóri úkraínska hersins var í heimsókn í Washington D.C. í síðustu viku og sagði þá að úkraínska hernum hefði tekist, þvert á allar líkur, að ná fótfestu á austurbakka Dnipro.