fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Úkraínumenn segjast hafa hrakið Rússa nokkra kílómetra frá Dnipro

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 04:33

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu sem úkraínski herinn sendi frá sér á sunnudaginn segist hann hafa náð góðum árangri gegn rússneska innrásarliðinu í suðurhluta Úkraínu á síðustu dögum. Segjast Úkraínumenn hafa hrakið Rússa þrjá til átta kílómetra frá Dnipro áni en hún er í Kherson.

Talsmaður hersins, Natalia Gumenjuk, sagði í samtali við úkraínska sjónvarpsstöð að ekki sé vitað með vissu hversu langt Rússarnir hafi verið hraktir frá ánni en það sé á bilinu þrír til átta kílómetrar miðað við núverandi stöðu, landfræði og landslagið vinstra meginn við Dnipro. Hún sagði einnig að Rússar geri enn stórskotaliðsárásir á hægri bakka árinnar. Hún sagðist telja að tugir þúsunda rússneskra hermanna séu á svæðinu.

Starfsmannastjóri úkraínska hersins var í heimsókn í Washington D.C. í síðustu viku og sagði þá að úkraínska hernum hefði tekist, þvert á allar líkur, að ná fótfestu á austurbakka Dnipro.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

500 fjölskyldur fá matarúttekt frá Krónunni og viðskiptavinum

500 fjölskyldur fá matarúttekt frá Krónunni og viðskiptavinum
Fréttir
Í gær

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur