Úkraínska leyniþjónustan, SBU, skýrði frá þessu í fréttatilkynningu og segir að leyniskyttan hafi sett heimsmet þegar hún skaut rússneskan hermann til bana af ótrúlegu færi.
Fyrra heimsmetið átti kanadískur sérsveitarmaður sem skaut mann til bana af 3,54 km færi í Írak árið 2017.
Úkraínskar fréttaveitur birtu myndir sem sýna að sögn umrætt skot.
Leyniskyttan er sögð hafa notað úkraínska riffil sem heitir „the Lord of the Horizon“.