Vodafone hefur opnað fyrir VoWiFi (Voice over WiFi) fyrir iPhone notendur.
VoWiFi tæknin er innbyggð í símtækjum og virkar þannig að samband er stöðugt ef síminn ef tengdur við þráðlaust net (WiFi). Þessi tækni leysir vanda margra þar sem símasamband gæti verið slæmt eins og í kjöllurum, byggingum þar sem veggir eru þykkir, í flugvélum eða á sjó svo fátt eitt sé nefnt, eins og segir í tilkynningu. ,,Við viljum alltaf að viðskiptavinir séu í besta mögulega sambandinu. Það er því mikið ánægjuefni að þeir geti nú hringt og spjallað við fólkið sitt þar sem farsímasamband var ekki áður. Allt í gegnum þráðlausa netið,“ segir Theodór Carl Steinþórsson, vörustjóri fyrirtækja hjá Vodafone. Að sögn Thedórs er þessi þjónusta í dag eingöngu í boði fyrir alla iPhone eigendur sem styðja útgáfu IOS17. Síðar í þessum mánuði mun VoWiFi opna fyrir Samsung notendur.