fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Ógnarlangt gæsluvarðhald yfir manni sem lét ófriðlega í verslun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. nóvember 2023 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms yfir manni sem skal sæta gæsluvarðhaldi til 5. desember næstkomandi. Maðurinn, sem á að baki langan brotaferil, hefur setið í gæsluvarðhaldi allt frá 19. ágúst síðastliðnum á grundvelli síbrotagæslu en mikil hætta er talin á því að hann haldi áfram brotum ef hann gengur laus.

Maðurinn var handtekinn að kvöldið 18. ágúst eftir að tilkynning barst um rán, hótanir og líkamsárás í verslun. Hafði maðurinn þar sveiflað hnífi í versluninni og veist að afgreiðslumanni eftir að honum var vísað á dyr en hann var í banni í versluninni.

Einnig kemur fram í úrskurðinum að auk þessa máls hafi lögregla verið með til meðferðar 21 mál gegn manninum vegna brota framin frá 21. október 2021, þar af 10 mál frá því í febrúar á þessu ári.

Athygli vekur hvað maðurinn hefur setið lengi í gæsluvarðhaldi en samkvæmt lögum um meðferð sakamála má ekki halda sakborningi lengur í gæsluvarðhaldi en 12 vikur án þess að birta honum ákæru. Ákæra gegn manninum mun hins vegar hafa verið gefin út í þessu máli og stendur ákvæði því ekki í veginum fyrir því að halda honum lengur í gæsluvarðhaldi. Mun hann því sitja inni til 5. desember næstkomandi hið minnsta.

Úrskurði Landsréttar og Héraðsdóms má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“