fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Rússar standa frammi fyrir stóru vandamáli vegna góðs árangurs Úkraínumanna

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 07:00

Rússneskir hermenn á ferð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirstjórn rússneska hersins mun væntanlega standa frammi fyrir töluverðum áskorunum við að flytja herdeildir frá öðrum víglínum til austurbakka Dnipro. Þetta segir í greiningu hugveitunnar Institute for the Study of War um gang stríðsins í Úkraínu.

Hugveitan segir að þar sem Úkraínumenn hafi náð fótfestu á austurbakka Dnipro þá geti Rússar neyðst til að gera töluverðar breytingar á staðsetningu herdeilda sinna.

Úkraínumenn hafa lengi reynt að ná fótfestu á austurbakka Dnipro og nú virðist þeim hafa tekist það. Úkraínskir herbloggarar segja að Úkraínumenn hafi náð ákveðnum árangri á austurbakkanum.

Jacob Kaarsbo,sérfræðingur hjá hugveitunni Tænketanken Europa, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að Úkraínumenn væru að flytja meira herlið yfir á austurbakkann og að nú bendi flest til að þeim sé að takast þetta ætlunarverk sitt. „Þetta snýst um að teygja á rússneska varnarliðinu og þar með veikja það. Þeir hafa séð að Rússarnir eru fáliðaðir þarna og nú hefur þeim tekist að ná fótfestu,“ sagði hann.

Þetta getur haft áhrif á fyrirætlanir Rússa annars staðar í Úkraínu. Þar á meðal á sókn þeirra að Avdiivka og í Zaporizjzja þar sem þeir eru í vörn.  Institute for the Study of War segir að ef Rússar þurfa að færa herdeildir til og flytja yfir á austurbakka Dnipro þá muni það veikja stöðu þeirra á öðrum vígstöðum, þar á meðal við Avdiivka og í Zaporizjzja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“
Fréttir
Í gær

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“
Fréttir
Í gær

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“
Fréttir
Í gær

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“
Fréttir
Í gær

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“