fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Joe Biden líkir tali Donald Trump við orðræðu nasista

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 17:30

Færði Biden Trump gjöf með þessu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, líkti orðræðu Donald Trump, fyrrverandi forseta, við orðræðu nasista þegar hann ávarpaði fjársterka stuðningsmenn sína síðastliðinn þriðjudag. Trump sækist nú eftir útnefningu Repúblikana sem næsta forsetaefni flokksins og fullyrti Biden að ef hann yrði kosinn forseti myndi hann nýta vald embættisins til að ná sér niður á andstæðingum sínum.

Biden tiltók sérstaklega orðræðu Trump um að kalla pólitíska andstæðinga sína „meindýr“ sem dæmi um orðræðu sem væri á pari við orðræðu nasista á sínum tíma.

Í nýlegri ræðu á kosningafundi sagði Trump: „Við munum svæla kommúnistana út, marxistana, fastistana og öfgavinstrið sem lifa eins og meindýr í samfélagi okkar.“ Sagði Trump að hin raunverulega ógn við bandarískt samfélag kæmi ekki frá öfgahægrinu heldur öfgavinstrinu og það styrktist dag frá degi.

Þá lét Trump einnig hafa eftir sér á dögunum að innflytjendur væru „að spilla blóði Bandaríkjanna“ og benti Biden einnig á þá orðræðu sem dæmi um orðræðu sem gæti hafa heyrst í Þýskalandi á fjórða áratug síðustu aldar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Fyrsta sinn í sögu Úkraínu“ segir leyniþjónustan

„Fyrsta sinn í sögu Úkraínu“ segir leyniþjónustan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr er enginn spámaður – „Ég veðjaði 5000 krónum“

Jón Gnarr er enginn spámaður – „Ég veðjaði 5000 krónum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ódýrara að fljúga í gegnum Ísland en að taka lest heim – „Til fjandans með lestirnar!“

Ódýrara að fljúga í gegnum Ísland en að taka lest heim – „Til fjandans með lestirnar!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kastrup enn lokað en borð dekkuð – Gestir fengu ekki að borga fyrir matinn þegar skellt var í lás

Kastrup enn lokað en borð dekkuð – Gestir fengu ekki að borga fyrir matinn þegar skellt var í lás