fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Joe Biden líkir tali Donald Trump við orðræðu nasista

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 17:30

Færði Biden Trump gjöf með þessu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, líkti orðræðu Donald Trump, fyrrverandi forseta, við orðræðu nasista þegar hann ávarpaði fjársterka stuðningsmenn sína síðastliðinn þriðjudag. Trump sækist nú eftir útnefningu Repúblikana sem næsta forsetaefni flokksins og fullyrti Biden að ef hann yrði kosinn forseti myndi hann nýta vald embættisins til að ná sér niður á andstæðingum sínum.

Biden tiltók sérstaklega orðræðu Trump um að kalla pólitíska andstæðinga sína „meindýr“ sem dæmi um orðræðu sem væri á pari við orðræðu nasista á sínum tíma.

Í nýlegri ræðu á kosningafundi sagði Trump: „Við munum svæla kommúnistana út, marxistana, fastistana og öfgavinstrið sem lifa eins og meindýr í samfélagi okkar.“ Sagði Trump að hin raunverulega ógn við bandarískt samfélag kæmi ekki frá öfgahægrinu heldur öfgavinstrinu og það styrktist dag frá degi.

Þá lét Trump einnig hafa eftir sér á dögunum að innflytjendur væru „að spilla blóði Bandaríkjanna“ og benti Biden einnig á þá orðræðu sem dæmi um orðræðu sem gæti hafa heyrst í Þýskalandi á fjórða áratug síðustu aldar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst