fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Mörg Arabaríki hafa kallað Hamas hryðjuverkasamtök en nú þegja þau þunnu hljóði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 06:30

Hamasliði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hafa áhrifamenn í Arabaheiminum stimplað Hamas sem hryðjuverkasamtök. „Hamas eru öfga- og hryðjuverkasamtök“, „Gaza er hernumið af Hamas“ og „Það er ekki rétt að lýsa Hamas sem frelsissamtökum.“ Þetta er meðal þess sem sagt hefur verið um samtökin árum saman.

En í kjölfar árásar samtakanna á Ísrael þann 7. október heyrir orðræða af þessu tagi næstum sögunni til og lítið er um að Hamas samtökin séu fordæmd. Þess í stað hafa arabískir leiðtogar tekið undir hróp almennings sem hafa brotist út í mótmælum gegn Ísrael víða í Miðausturlöndum.

Ísrael hefur verið gagnrýnt harðlega af ráðamönnum allt frá Kairó til Amman, Riyadh og Doha. Ekki bara fyrir sprengjuárásirnar á Gaza, heldur einnig fyrir hernám og fyrir að fótum troða réttindi Palestínumanna.

Sú hugsun að Arabaheimurinn geti látið mál Palestínumanna hverfa með því að hunsa það heyrir sögunni til. Það sama á einnig við um vonina um að hægt sé að koma á stöðugleika á svæðinu með því að koma sambandinu við Ísrael í betra horf. Sú pólitík er að minnsta kosti í ruslatunnunni nú en sérfræðingar hafa bent á að það hafi einmitt verið markmið Hamas með árásinni í október að binda enda á þá stefnu margra Arabaríkja að bæta sambandið við Ísrael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Umsögn skipulagsfulltrúa um „Græna gímaldið“ ansi afgerandi – „Leyfi til að gera ljótar byggingar er mikið á Íslandi“ 

Umsögn skipulagsfulltrúa um „Græna gímaldið“ ansi afgerandi – „Leyfi til að gera ljótar byggingar er mikið á Íslandi“ 
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Elínborg er kvíðin: „Sonur minn er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum“

Elínborg er kvíðin: „Sonur minn er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife