En í kjölfar árásar samtakanna á Ísrael þann 7. október heyrir orðræða af þessu tagi næstum sögunni til og lítið er um að Hamas samtökin séu fordæmd. Þess í stað hafa arabískir leiðtogar tekið undir hróp almennings sem hafa brotist út í mótmælum gegn Ísrael víða í Miðausturlöndum.
Ísrael hefur verið gagnrýnt harðlega af ráðamönnum allt frá Kairó til Amman, Riyadh og Doha. Ekki bara fyrir sprengjuárásirnar á Gaza, heldur einnig fyrir hernám og fyrir að fótum troða réttindi Palestínumanna.
Sú hugsun að Arabaheimurinn geti látið mál Palestínumanna hverfa með því að hunsa það heyrir sögunni til. Það sama á einnig við um vonina um að hægt sé að koma á stöðugleika á svæðinu með því að koma sambandinu við Ísrael í betra horf. Sú pólitík er að minnsta kosti í ruslatunnunni nú en sérfræðingar hafa bent á að það hafi einmitt verið markmið Hamas með árásinni í október að binda enda á þá stefnu margra Arabaríkja að bæta sambandið við Ísrael.