fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Rapyd og HSÍ gera samstarfssamning – Ætla að styrkja 10 efnilega leikmenn um 700 þúsund krónur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. nóvember 2023 14:07

Garðar Stefánsson, forstjóri Rapyd Europe, og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, handsala samninginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapyd hefur gert samstarfssamning við HSÍ um að styrkja íslenskan handbolta. Hluti af samstarfinu felst í styrktarverkefninu Stoðsending Rapyd sem er ætlað  að styðja við 10 framúrskarandi unga leikmenn á aldrinum 16 til 21 árs og gefa þeim þannig kost á að efla sig á vettvangi handboltaíþróttarinnar. Hver styrkþegi mun hljóta styrk að fjárhæð 700 þúsund krónur.

Auglýst er eftir umsóknum sem lýsa árangri viðkomandi leikmanns á handboltavellinum, námsárangri og framlagi til nærumhverfis hvers og eins. Umsóknarfrestur er til 5. desember 2023.

Garðar Stefánsson forstjóri Rapyd Europe lýsir ánægju sinni með samstarfið: „Samstarf okkar við HSÍ er meira en bara styrkur til sambandsins. Rapyd ætlar að styrkja ungt afreksfólk í handbolta. Með því að styðja þessa ungu íþróttamenn erum við að fjárfesta í framtíð íslensks handbolta og þar með í framtíð Íslands.“

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ bætti við: „Samstarf okkar og Rapyd markar mikilvæg tímamót fyrir íslenskar íþróttir. Stuðningur Rapyd, bæði við landslið okkar og næstu kynslóð afreksfólks, er ótvírætt merki um hollustu fyrirtækisins við íslensku hefðina sem markast af teymisvinnu, þrautseigju og viljanum til að skara framúr.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segja fjármál Kópavogsbæjar vera í uppnámi

Segja fjármál Kópavogsbæjar vera í uppnámi
Fréttir
Í gær

Sjötug kona varð fyrir árás og eftirför unglinga í Kópavogi – „Mér fannst þetta skuggalegt“

Sjötug kona varð fyrir árás og eftirför unglinga í Kópavogi – „Mér fannst þetta skuggalegt“
Fréttir
Í gær

Heitara á Egilsstöðum en Tenerife um helgina

Heitara á Egilsstöðum en Tenerife um helgina
Fréttir
Í gær

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box
Fréttir
Í gær

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Í gær

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!
Fréttir
Í gær

Jón Ingi bendir á hræsni Bergþórs – „Var fullur á Klaustursbar þegar hann átti að vera á þingfundi að afgreiða fjárlög“

Jón Ingi bendir á hræsni Bergþórs – „Var fullur á Klaustursbar þegar hann átti að vera á þingfundi að afgreiða fjárlög“
Fréttir
Í gær

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara